Á međan ísinn ţiđnar

Íslenskur sjávarútvegur borgar um 2 milljarđa í svokölluđ kolefnisgjöld til ríkisins - á ári! Markmiđ slíkrar gjaldtöku er "ađ reyna ađ breyta hegđ­un, til ađ reyna ađ fá fólk til ađ fara úr ţví ađ nota elds­neyti sem hefur í för međ sér ađ menga og valda lofts­lags­breyt­ing­um", segir umhverfisráđherra, og vill auđvitađ hćkka skatta. Olíunotkun í sjávarútvegi á Íslandi hefur minnkađ úr 246 ţúsund tonnum áriđ 1990 í 133 ţúsund tonn áriđ 2017, skv. SFS. Raunar hófst sú ţróun ekki međ notkun skattkerfisins heldur međ innleiđingu framseljanlegra veiđiheimilda sem gerđu útgerđum kleift ađ skipuleggja sig til lengri tíma, en ţađ er önnur saga.

Sjávarútvegurinn er sem sagt ađ breyta hegđun sinni á alveg leiftrandi hrađa, en samt skal hann skattlagđur í rjáfur. Og núna bíđa fiskiskip eftir ţví ađ stćrđarinnar ísspöng víki svo hćgt sé ađ landa fiski. Kannski hlýnun Jarđar hafi veriđ afsökun til aukinnar skattheimtu frekar en eitthvađ sem raunverulega á sér stađ?

Ég birti hér í heild sinni alveg frábćran pistil Vefţjóđviljans (frá nóv. 2015) um tungutak stjórnmálamanna í samhengi loftslags og breyttrar hegđunar:

Í gćr kynntu ţrír ráđherrar Framsóknaflokksins svonefnda „Sóknaráćtlun í loftslagsmálum“ á blađamannafundi. Menn vilja ekki fara ónestađir á loftslagsráđstefnuna í París.

Annađ af tveimur tölusettum markmiđum í sóknaráćtluninni er ađ losun gróđurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi minnki um 40% til ársins 2030.

Ţađ er ekkert smárćđi, hafa sjálfsagt ýmsir hugsađ međ sér. Mjög metnađarfullt. Náttúrverndarsamtök Íslands fögnuđu ţessu 40% markmiđi fyrir sjávarútveginn sem „frábćru“ í Spegli Ríkisútvarpsins í gćrkvöldi.

Ţegar betur er ađ gáđ er markmiđiđ hins vegar ekki ađ draga úr losun um 40% frá sjávarútvegi frá ţví í dag til ár[s]ins 2030 heldur verđur miđađ viđ áriđ 1990 sem upphafsár.

Áriđ 1990 er stundum sagt ađ kvótakerfiđ hafi loks veriđ fullskapađ á Íslandi, kvótinn hafi orđiđ sćmilega traust eign sem gat gengiđ kaupum og sölum.  Vafalítiđ á kvótakerfiđ sinn ţátt í ţví ađ dregiđ hefur úr olíunotkun í sjávarútvegi ţví ţađ gefur miklu betri fćri til skipulagningar veiđa en önnur og fyrri kerfi. Skipum hefur ţví fćkkađ og dregiđ úr orkuţörf.

Frá 1990 til 2012 minnkađi losun gróđurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi nefnilega um 38%.

Ţetta er í raun frábćrt dćmi um hvernig ná má árangri í orku- og umhverfismálum án skatta, bođa og banna. Orkusparnađur er innifalinn í góđum kerfum á borđ viđ íslenska fiskveiđistjórnunarkerfiđ.

Ţađ er heldur ekki ónýtt fyrir ráđherrana ađ hafa nánast náđ öđru tölusetta markmiđinu sínu um leiđ og sóknaráćtlun ţeirra var kynnt.

Fer ekki ađ koma tími til ađ taka upp heiđarlega skattheimtu aftur, frekar en skattheimtu byggđa á vitleysu ćtlađrar til ađ framfylgja trúarskođunum vinstrimanna?


mbl.is Ís lokar innsiglingunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđjón E. Hreinberg

Frábćr pistill - en; Heiđarleg skattheimta mun aldrei verđa veruleiki í Öfgasósíalisma og međan fólk skilur ekki tilveruknött ţess hugtaks, rís engin menning aftur og siđmenning heldur áfram ađ falla.

Guđjón E. Hreinberg, 9.2.2021 kl. 13:02

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guđjón,

Svartsýni ţín er sennilega réttmćt en ég er međ hugmynd:

Međ ţví ađ lćkka skatta og gera ţá einfalda og gegnsćja og kannski svo viđráđanlega ađ bótakerfiđ fer ađ vega minna í pyngju hins venjulega launţega má ná mörgum markmiđum:

- Fleiri karlmenn geta veriđ heimavinnandi međ börnum sínum og konur fara í stađinn á atvinnumarkađinn. Heimilin hafa á ný efni á bara einni launaávísun og nú ţegar karlar eru í auknum mćli ólćsir og konur ađ taka yfir háskólana blasir viđ ađ nú er kominn tími til ađ ţćr sjái um ađ framfleyta heimili sínu

- Heimavinnandi feđur geta svo kannski tjaslađ ađeins upp á syni sína sem eru ađ hrynja niđur eins og flugur í sjálfsvígum og lóđfalla í skólakerfinu, međ brotna sál og sjálfsmynd og lítiđ sjálfsálit

- Ţetta gefur svo leikskólum svigrúm til ađ gera ţađ sem ţeir vilja gera: Láta starfsfólkiđ vinna styttri vinnudaga en annađ vinnandi fólk, og er jafnvel komiđ á vaktaálag fyrir ađ vinna 8 tíma vinnudag. Ţađ er dagljóst ađ leikskólarnir ráđa ekkert viđ 8 tíma dagvistun

Allt ţetta - gegn ţví einu ađ lćkka skatta!

Geir Ágústsson, 9.2.2021 kl. 13:27

3 identicon

Ţađ er borin von ađ skattar lćkki í ţessu sósíalíska ţjóđfélagi eins og Guđjón segir. Á Íslandi er sósíalismi orđinn allsráđandi, í sjálstćđisflokki keppast menn um ađ ţóknast vinstri og er Guđlaugur fremstur međal jafningja. Eitt er víst ađ vanlíđan og eymd mun aukast, bara spurning á hversu miklum hrađa. Eistaklingar eru vannýttir og eyđilagđir.

Eina sem virđist í bođi í haust er vinstri eđa meira vinstri.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráđ) 10.2.2021 kl. 19:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband