Hugsað í malbiki

Af hverju halda menn að almenningssamgöngur séu ekki vinsælli en raun ber vitni?

Af því fólk elskar að sitja í þéttri umferð því síðdegisútvarpið er svo skemmtilegt?

Af því fólk elskar að reka bíl með tilheyrandi kostnaði, verkstæðaheimsóknum, ástandsskoðunum og óvæntum vélabilunum, fyrir utan dekkjaskiptin, snjómoksturinn og þrifin?

Af því fólk borgar há iðgjöld til tryggingafélaga með bros á vör og nánast vegna ánægjunnar einnar?

Af því bílastæðaleitin er svo spennandi - tilfinningin að finna ódýrt bílastæði jafnast á við tilfinninguna að vinna í happdrætti?

Eða af því bíllinn er einfaldlega eina leiðin fyrir flesta til að sinna því sem sinna þarf - versla inn (áfengið fæst t.d. bara í örfáum stórum verslunarkjörnum umkringdum bílastæðum, fyrir utan Austurstræti), sækja og skutla, útréttast og hvaðeina. 

Hvað er þá til ráða? Menn hugsa hérna ekki beinlínis í lausnum. Einu úrræðin eru að fjölga akreinum, stækka vagnana og fjölga ferðum með tilheyrandi svimandi kostnaðarauka. Um leið skal þrengt að öðrum valkostum - það er svo gott sem yfirlýst markmið. 

Hérna vantar alla lausnamiðaða hugsun. Kannski eru stórir vagnar á sérakreinum sem keyra oft hin eina sanna lausn en önnur nálgun er sú að hugleiða betri nýtingu á núverandi innviðum. Malbikið er til staðar og það tekur alveg nógu mikið pláss. Það þarf bara að nýta plássið betur. Koma fleirum í hvern bíl og keyra svo þann bíl þangað sem fólk vill fara en ekki að vindblásnu strætóskýli umkringdu slabbi og drullu í láréttu roki.

Hver getur boðið upp á slíka nálgun? Svarið er: Fullt af fyrirtækjum!

Hleypið Uber, Lyft og hugbúnaðarfyrirtækjum inn á þennan blessaða markað: Að ferja fólk frá A til B. 

Það þarf ekki að eyða miklum tíma á leitarvélum til að finna hrúgur af tilraunaverkefnum þar sem sveitarfélög fara í samstarf við sérhæfð fyrirtæki til að reyna koma fólki á milli staða hratt og örugglega og á viðráðanlegu verði.

Engar vegaframkvæmdir að ráði og engir skriðdrekar úr stáli sem fylla sérakreinar gegn svimandi kostnaði.

Persónulega finnst mér miklu notalegra að sitja þægilega í ökutæki sem einhver annar sér um að keyra. Ég get þá lesið bók á meðan eða hlustað á hlaðvarp á meðan ég líka við færslur á samfélagsmiðlum. Þess vegna óska ég almenningssamgöngum, eða hópsamgöngum réttara sagt, sem mestrar velgengni, en einnig skattgreiðendum, og í bili fer velgengni þessa tvenns í sitthvora áttina.


mbl.is Vonast eftir sjálfkeyrandi strætó árið 2023
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þó tæknilega væri hægt að hafa vagnana á sjálfstýringu þá veit ég ekki betur en lagalega hliðin sé alveg ófrágenginn?

Hver ber ábyrgðina? Eru tryggingarfélögin tilbúin að tryggja slíka vagna með ásættanlegum iðgjöldum?

Þegar ég hef verið erlendis þá hef ég nær undantakslaust notað almenningsamgöngur og líka hér heima til og frá flugvellinum í Keflavík. En strætó hef ég varla notað síðustu áratugina.

Grímur Kjartansson, 11.2.2021 kl. 12:08

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sjáum til hvað sjálfkeyrandi strætóar ná að gera af sér í Álaborg í Danmörku:

https://www.tv2nord.dk/aalborg/danmarks-foerste-foererloese-busser-her-er-dommen-fra-de-foerste-passagerer

Geir Ágústsson, 11.2.2021 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband