Lagfærð mynd

Við svolitla frétt um svokallaða borgarlína er viðhengd mynd af fólki við strætóskýli. Himininn blár, fólk léttklætt, auðar götur.

Þetta gengur auðvitað ekki svo ég leyfði mér að bæta á myndina svolítilli rigningu úr gráum himni, og auðvitað breiðu af svelli og slabbi.

svell

Lítur þetta ekki aðeins raunhæfar út?

Það er svolítið erfitt að teikna rok inn á mynd og konu að berjast við að koma barnavagni fullum af innkaupapokum inn í strætó. Í raun þyrfti líka að draga töluvert úr birtustiginu til að lýsa betur haustinu, vetrinum og vorinu. Kannski seinna.


mbl.is „Þrjú atriði sem við verðum dæmd af“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geir. Undirrituð er orðin leið á því að horfa á þessar villur í latínu hjá þér. Lærðirðu mikið í henni í menntaskóla? Í orðabók er setningin höfð með annarri orðaröð: Homo sum, humani nihil a me alienum puto.

Þú hlýtur að þekkja hugtakið Homo Sapiens, og alienum er sama orðið og alien á ensku. Líka hlýtur þú að hafa heyrt nefnda nihilista.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 5.2.2021 kl. 16:11

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæl Ingibjörg,

Ég biðst afsökunar! Ég sá bara þessa tilvitnun í bók og gerði ráð fyrir að hún væri rétt.

Sjá t.d. hér:
https://www.goodreads.com/quotes/552720-homo-sum-humani-nihil-a-me-alienum-puto-i-am

Geir Ágústsson, 5.2.2021 kl. 18:16

3 identicon

Sæll aftur. Þú ert ekki búinn að leiðrétta þetta í hausnum hjá þér. Þetta er rétt í vefslóðinni sem þú birtir. Reyndar er nihil oft stytt í nil, en ég tilfærði þetta skv. orðabók.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 6.2.2021 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband