Áður en næsta bylgja skellur á

Loftborin veira er á ferð og það er miður vetur. Með því að stía fólki í sundur og fleira gott hefur tekist að hægja aðeins á ferðalagi hennar en það er bara tímabundið.

Þegar næstu tilslakanir ganga í gildi er því um að gera og drífa allt af sem til stóð að gera: Drífa af að ferma, skíra, gifta sig og halda upp á stórafmælið. Nokkrum vikum seinna verður svo aftur skellt í lás en þá er a.m.k. búið að sinna því sem þurfti að sinna.

Svo kemur vorið með sól á lofti og hlýrra veðurfari. Fólk fer meira út og loftar betur um. Veiran fer í sumarfrí og þríeykjum er veitt fálkaorða.


mbl.is Útlit ágætt og tilslakanir á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband