Óeining er uppspretta heiðarlegrar umræðu

Óeining er innan þingmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra, ekki síst í kjölfar síðustu auglýsinga ráðherrans um og eftir helgina. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins.

Loksins!

Loksins kom fram fyrsta vísbending þess efnis að íslensk stjórnvöld ætli ekki eingöngu að hugsa um sóttvarnir heldur líka allskonar annað: Atvinnu, verðmætasköpun, frelsi, sjálfsmorð, dauðsföll af öðrum orsökum en veiru, misnotkun vímuefna, dapra framtíðarsýn atvinnulausra og mikilvægi þess að yfirvöld taki ábyrgð á öllum málaflokkum sínum og rekstrareiningum, ekki bara veirudeild spítalanna.

Það vantar tvímælalaust jafnvægi í umræðuna. Kannski er til auðveld leið til að bæta úr því. Nú eru daglegar uppfærslur á fjölda COVID-19 smitaðra og ýmislegt því tengt (fjöldi sýna, smita, innlagna á spítala, smita frá upphafi og hvaðeina). Kannski aðrar stofnanir ættu að gera hið sama? Vogur gæti birt fjölda innlagna hjá sér. Símaþjónustur fyrir þá í sjálfsmorðshugleiðingum birta fjölda símtala sem þeim berast. ÁTVR birtir sölutölur og setur í samhengi við aðgerðir yfirvalda. Krufningadeildir birta jafnóðum dánarorsakir þeirra sem koma á þeirra borð. Landlæknir uppfærir daglega skrá sína yfir dánarorsakir. Vinnumálastofnun heldur úti tölfræðibirtingum sem sýna jafnóðum hvað margir eru að raðast á atvinnuleysisskrá. Menntamálayfirvöld birti jafnóðum tölur yfir brottfall úr framhalds- og háskólum. 

Þannig fæst kannski samhengið sem margir þurfa svo mjög á að halda. Og þá eykst kannski sú óeining sem er orðin svo nauðsynleg innan ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Þrír ráðherrar í hópi efasemdamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég heyrði því fleygt í vikunni, haft eftir háttsettum starfsmanni á LSH, að í undirbúningi væri að koma hér á útgöngubanni. Í fréttum sjónvarps í gær var fjallað í nokkuð löngu máli um aðgerðir Nýsjálendinga, en þeir lokuðu einmitt landinu og komu síðan á útgöngubanni þegar lokunin virkaði ekki. Sýnt var athyglivert graf með samanburði á þróun smita þar og hér á Íslandi. Þar sást hvernig faraldurinn var keyrður niður með útgöngubanni þar, en ekki hér. Faraldurinn fer auðvitað upp aftur á Nýja-Sjálandi þegar útgöngubanninu hefur verið aflétt. Það segir sig sjálft. Aldrei í sögunni hefur verið hægt að stöðva útbreiðslu smitsjúkdóms sem hefur dreift sér um heimsbyggðina. Það næst einfaldlega ónæmi á endanum, með einhverjum leiðum.

"Insanity is doing the same thing over and over again and expecting different results" sagði Einstein.

Nú mun í bígerð að breyta sóttvarnalögum, og eftir því sem manni sýnist er markmiðið að auka og styrkja valdheimildir sóttvarnayfirvalda.

Það eru þannig ýmsar vísbendingar að koma fram um hvað er í bígerð. Í grunninn er hér um að ræða miskunnarlausa árás á hamingju og lífsmöguleika yngstu kynslóðanna.

Þegar Svartidauði gekk yfir Evrópu voru dæmi um að elstu kynslóðirnar fórnuðu sér til að börnin lifðu af. Nú er þessu öfugt farið og það er eitthvað verulega brenglað við það. 

Ekki er langt síða sænska stúlkan Greta Thunberg vakti heimsathygli með aðgerðum sem hún og fleiri trúðu að snerust um að vernda framtíð barnanna. Hvar er Greta Thunberg nú, eða staðgengill hennar? Hvenær rís unga fólkið upp gegn árásinni?

Þorsteinn Siglaugsson, 8.10.2020 kl. 08:50

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Unga fólkið fær sjaldan tækifæri til að tjá sig. Kom a.m.k. enginn fulltrúi þess í viðtalsþætti helgarinnar svo ég hafi tekið eftir. En þó eru undantekningar:

https://www.ruv.is/frett/2020/10/05/segir-fjarnam-erfitt-og-marga-fresta-utskrift

Annars er búið að hrópa svo oft framan í unga fólkið að halda kjafti NEMA ÞAÐ VILJI DREPA GAMLA FÓLKIÐ - GRISJA STOFNINN - að það þorir sennilega ekki að tjá sig lengur.

Geir Ágústsson, 8.10.2020 kl. 09:34

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Við stöndum frammi fyrir vali, eins og ég reyni að koma á framfæri í grein minni í Fréttablaðinu í dag. Fólk deyr af flensunni, en fólk deyr líka vegna aðgerðanna. Var að lesa ágæta grein í Spectator í gær, þar sem lagt er til að nota fremur lífár sem mælikvarða en líf. Ungur maður sem fremur sjálfsvíg eftir að hafa misst vinnuna og vonina glatar kannski 50 lífárum. Níræður maður sem deyr ári fyrr en ella glatar einu lífári. Mér finnst þetta athygliverð nálgun. Hvort hún er endilega rétt veit ég ekki, en hún er umhugsunarverð.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.10.2020 kl. 10:14

4 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

hvar er greinin þín Þorsteinn?

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 8.10.2020 kl. 14:00

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hún er í Fréttablaðinu í dag. Svo er hún líka á blogginu mínu.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.10.2020 kl. 14:20

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það sem er mest hrópandi er þögnin yfir að þessar "aðgerðir" munu vara fram til júní 2021. 100 ný smit dag eftir dag sýnir augljóslega að búið er að missa "tök" á þessari veiru og ástandið virðist vera það sama víðast hvar annars staðar.

En Ágúst - Vogur hefur gefið út að innlögnum hjá þeim hefur fækkað, það var viðtal við krufningalæknir um daginn og hann hefur ekki undan, sumir líta til sjórnarandstöðunnar en hún talar bara um grænt hagkerfi og fjölgun opinberra starf í bland við svo mikla orðafroðu að manni líður verr við tilhugsunina að þau væru við stjórnvölin en að veikjast af þessari veiru.

Samkvæmt frétt hjá RUV þá blómstrar þó elsta atvinnugreinin þó þar megi samkvæmt landslögum bara selja en ekki kaupa en erfitt hlýtur að vera að fara eftir sóttvarnarreglum í þeirri grein

Grímur Kjartansson, 8.10.2020 kl. 15:57

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Dúndurgrein! Ég sé að midjan.is er búin að pikka hana upp. Menn geta haft hvaða álit sem er á þeim miðli en því meiri dreifing því betra.

Grímur,

Góðir punktar. Það er um að gera að taka svona saman með tenglum og safna saman. Það kemur mér á óvart að Vogur sé ekki að springa, m.v. t.d. frétt á man.is um daginn. Kannski margt "venjulegt" fólk sé að sökkva í fen en neitar að takast á við það.

Geir Ágústsson, 8.10.2020 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband