Hvernig kemst ég í nefnd?

Ég hef áður auglýst eftir upplýsingum um hvernig maður kemst í opinbera nefnd en endurtek nú þá auglýsingu. Þetta er örugglega mjög gaman, sérstaklega þegar efnið er háfleygt og á vangaveltustigi. Það má hæglega fylla margar blaðsíður með slíkan efnivið.

Mér til ágætis get ég nefnt að margir vinir og vinnufélagar nota mig eins og nokkurs konar uppflettirit. Einu sinni spurði mig vinnufélagi af hverju hann fengi alltaf hausverk eftir hádegi. Ég lagaði það vandamál með því að benda honum á að drekka meira vatn. Annar spurði mig um þróun vetnistækninnar í Evrópu, sem eins konar valkost við olíu og gas. Ég gat þulið upp mörg sjónarhorn á því efni og hjálpað viðkomandi að mynda sér skoðun. Við yfirmenn hef ég talað um persónuleikagreiningar sálfræðinga og hvernig þær geta hjálpað mönnum í þeirra stöðu að velja heppileg verkefni fyrir undirsáta sína.

Það yrði því mikill fengur að því að fá mig í nefnd og væri fínt að fá svolítinn aur í vasann fyrir það sem ég geri hvort eð er: Les allskonar um allskonar.

Veljið mig!


mbl.is Nefnd um gervigreind sett á fót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband