Tvöföld skimun við landamærin hefur tryggt eðlilegt líf á Íslandi. Ekki

Þann 14. ágúst í ár var tekin upp tvöföld skimun við landamærin og ferðalöngum gert að vera í stofufangelsi í 5 daga á milli skimana. Söluræða yfirvalda var einföld, og ágætlega rifjuð upp af Vefþjóðviljanum. Með orðum forsætisráðherra:

Með þessu er talið að dregið verði úr líkum á því að frekari raskanir verði á daglegu lífi landsmanna vegna sóttvarnaraðgerða innanlands.

Með öðrum orðum: Kæru Íslendingar, við látum ferðaþjónustuna róa sinn sjó. Það er lítil fórn fyrir að endurheimta eðlilegt samfélag þar sem allt er opið, fólk fær að umgangast aðra og allir komast í klippingu.

Raunin varð allt, allt önnur og söluræðan varð að verðlausum pappír. Hin tvöfalda skimun  þurrkaði upp seinustu dreggjar ferðamannastraumsins og fjöldi fyrirtækja búinn að segja upp starfsfólki. Margir sjá fram á að halda upp á jólin með atvinnuleysisbótum. Senn bætist hárgreiðslufólkið við og fjölmargar aðrar stéttir.

Lokun landamæranna skilaði engu. Nákvæmlega engu.

Í stað þess að draga í land halda yfirvöld bara áfram. Í upphafi var ákveðinn skilningur á vegferð yfirvalda en núna er að myndast sterk undiralda óánægju og jafnvel mótmæla. En enn skal haldið áfram á sömu vegferð. Skerum af fótinn til að laga sýkingu í tánögl. Hálshöggvum til að koma í veg fyrir hausverk. Drepum ferðaþjónustuna til að bjarga hárgreiðslufólkinu, og drepum svo hárgreiðslufólkið til að bjarga skólabörnunum, en sendum þau svo heim til að hlífa kennurunum, og svona rúllar boltinn þar til engin brekka er eftir og allt liggur í auðn.

Einhver ráðherrann í ríkisstjórn þarf að fara berja í borðið og krefjast nýrrar nálgunar. Berja fast.


mbl.is Hárgreiðslustofur loka og grímuskylda í verslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverju ætla hárgreiðslustofur að loka?

Þeim er LOKAÐ. Þær loka engu.

jon (IP-tala skráð) 7.10.2020 kl. 11:31

2 Smámynd: Geir Ágústsson

jon,

Það blasir við. Og oft bótalaust þrátt fyrir mikið stapp við yfirvöld. Það blasir við að dómsmál eru í undirbúningi víða í samfélaginu og að skaðabótaskylda ríkisins verður prófuð til hins ítrasta fyrir dómurum.

Geir Ágústsson, 8.10.2020 kl. 06:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband