Lífshættulegar sóttvarnaraðgerðir

Allt bendir til þess að svartsýnustu spár um afleiðingar sóttvarnaaðgerða ætli að rætast. Lækningin er að reynast verri en sjúkdómurinn.

Fyrirtæki hafa verið knésett, fólk einangrað frá vinum og ættingjum (ýmist með heimsóknarbönnum, sóttkví og takmörkunum á ferðalögum), atvinnuleysi sett á flug og þeir sem stóðu höllum fæti í góðæri hafa nú verið endanlega keyrðir í þrot.

Lögreglan hefur nú þegar gefið til kynna nálægt því 70% fjölgun sjálfsvíga það sem af er þessu ári og hætt við að það sé bara forsmekkurinn enda sjá margir fram á að þurfa fjármagna jólahátíðina á atvinnuleysisbótum og það mun sennilega hrekja fleiri fram af bjargbrúninni. Miklu fleiri.

Frestun ýmissa aðgerða á líka eftir að draga dilk á eftir sér. Þeir sem hafa beðið svo mánuðum skiptir eftir liðskiptaaðgerð og eru alveg við það að detta í örorku hafa verið settir í enn lengri bið. Fjölgun örorkubótaþega er fyrirsjáanleg. Vinnufært fólk er gert óvinnufært. 

Fjölgun allskyns dauðsfalla sem koma veiru ekkert við blasir einnig við. Hjartaáföll í heimahúsum, krabbamein sem greinast seinna en ella og ýmsir lúmskir sjúkdómar eru að njóta sín á meðan heilbrigðiskerfið einblínir á hina fjölmiðlavænu veiru.

Ungt fólk er sent heim til sín til að læra fyrir framan tölvu. Slakir námsmenn sem hefðu kannski átt sér viðreisnar von með góðum kennara eiga nú enga von. Tölvuleikirnir taka við af stærðfræði og stafsetningu. 

Haustið er framundan og næsta veira fer bráðum á stjá. Aftur er verið að skella í lás og setja á samkomubönn. Það er engin áætlun. Það er verið að einblína á smit en ekki sjúkdóma. Þessar sóttvarnaraðgerðir eru lífshættulegar og þeim ber að snúa við hið snarasta.


mbl.is Veruleg fjölgun óútskýrðra dauðsfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

þyngra en tárum taki

Sylvía , 4.10.2020 kl. 11:48

2 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Og staða ríkissjóðs snarversnar með tilheyrandi niðurskurði og fleiri hörmungum.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 4.10.2020 kl. 11:49

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Var að enda við að lesa mjög góða grein Friðriks Más Baldurssonar sem birtst í Vísbendingu. Þar fjallar hann um hvernig yngstu kynslóðinni er fórnað í þessari ofsafengnu baráttu við flensuna. Það er ungt fólk sem missir vinnuna, framtíð þess er sett í uppnám með lokunum á skólum og frístundastarfi og að lokum er það unga fólkið sem þarf að bera efnahagslegu byrðarnar af allri vitleysunni.

Kannski er kominn tími til að unga fólkið geri uppreisn gegn þeim gömlu og verjist árásinni.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.10.2020 kl. 12:10

4 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Las hana en lokuð að mestu nema maður sé í áskrift. Þorsteinn ertu ekki með facebook, gætirðu ekki komið í hópinn coviðspyrnan og deilt þar efni. Þurfum á þér að halda.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 4.10.2020 kl. 13:01

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Aðgerðir stjórnvalda um heim allan, og ekki síður hér á landi, veldur ekki einvörðungu efnahagslegum harmleik heldur fleiri dauðföllum en sjálf kórónuveiran veldur.

Athyglisvert er að lesa það sem stendur í Opinberunarbókinni 6.kafla fyrsta og öðru versi, en þar er verið að fjalla um þegar sjö innsiglum er lokið upp og hið fyrsta hljóðar svona:
1Og ég sá, er lambið lauk upp einu af innsiglunum sjö, og ég heyrði eina af verunum fjórum segja eins og með þrumuraust: "Kom!" 2Og ég sá, og sjá: Hvítur hestur, og sá sem á honum sat hafði boga, og honum var fengin kóróna og hann fór út sigrandi og til þess að sigra.

Hvítur hestur merkir einhvern sem fer um án ofbeldis, vopnavaldi ekki beitt og hann sigrar allt, allir beygja sig undir vald hans. Hér er ekki verið að tala um Jesú heldur verk hins illa. Ég ætla ekki hér að koma með hin innsiglin, læt lesendur um að fletta uppá því, en næstu vers eru ekki síður athyglisverð.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.10.2020 kl. 13:01

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hver er lambið? Er það Trump?

Þorsteinn Siglaugsson, 5.10.2020 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband