En þú býrð ekki í réttu póstnúmeri ...

Í frétt frá árinu 2008 er svo sagt frá:

Björk Guðmundsdóttir hvatti til sjálfstæðis Tíbets á tónleikum sem hún hélt í Sjanghæ í Kína á sunnudaginn.

Hvernig dirfist hún! Hún býr ekki einu sinni í Tíbet! Af hverju fer hún ekki til Tíbet og beitir þar kylfum á kínverska kúgara svæðisins! Kannski er Tíbet bara miklu betur statt en Björk Guðmundsdóttir gerir sér grein fyrir! Ef Tíbet er svona frábært svæði sem verðskuldar sjálfstæði af hverju flytur hún ekki bara þangað! Hvaða annarlegu ástæður liggja á bak við áhuga hennar á málefnum Tíbet! 

Í annarri frétt er svo sagt frá:

Bæði Björk og Andri gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir stóriðjustefnu hennar. Þá sögðu þau sæstrenginn vera fugl í hendi sem ástæðulaust væri að fórna fyrir fugl í skógi.

Fáheyrt! Býr hún ekki í London? Er hún ekki meira erlendis en á Íslandi? Ef hún vogar sér að segja eitthvað um upprunaland sitt, þar sem megnið af vinum hennar og fjölskyldu býr, þá skal hún gjöra svo vel að flytja til Íslands áður en hún tjáir sig! Skítt með að atvinnutækifærin og leitin að lífsreynslu hafi togað hana til London, til lengri eða skemmri tíma - hún á ekki að tjá sig um íslenska náttúruvernd úr húsi í London!

Ég segi svona.

Auðvitað má Björk Guðmundsdóttir hafa skoðanir á ástandinu í Tíbet og Íslandi og hverju sem er, og er sennilega búin að lesa sér til um það sem hún tjáir sig um og hefur ágætlega upplýsta afstöðu þótt fólki greini á um allt og ekkert.

En það er athyglisvert að sjá þá tegund gagnrýni á málflutning að viðkomandi sé með lögheimili og atvinnu á öðru svæði en það sem fjallað er um. Svona eins og það skipti máli. En það gerir það ekki. Íslendingar tjá sig um Donald Trump, ég tjái mig um íslensk stjórnmál, Íslendingar á Íslandi tjá sig um ESB og Björk tjáir sig um Tíbet. Gott mál, og vonandi lætur enginn segja sér annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það skiptir máli hvar fólk kýs að búa og undir hvaða regluverk það beygir sig. Einhver sem kýs að flytja og búa í Norður Kóreu hljómar hjákátlega þegar hann gagnrýnir Bandaríkin fyrir einræðistilburði Trumps og skort á frelsi Bandaríkjamanna. Maður sem kýs að búa og starfa í undir regluverki ESB og greiða skatta samkvæmt Dönskum skattareglum er ekki sannfærandi þegar hann segir lægri skattheimtu og minna regluverk landsins sem hann flúði vera óbærilega kúgun. Maður sem kýs að greiða sína skatta og beita sínum starfskröftum til að byggja upp og efla eitt land verður ekki marktækur þegar hann heimtar að annað land setji meiri peninga í uppbyggingu og lækki skatta. Það þætti undarlegt ef Íslendingar færu að gagnrýna viðhald vega í Danmörku, skattlagningar Finna eða heilsugæslu í Noregi, jafnvel þó það væri Björk Guðmundsdóttir.

"Björk Guðmundsdóttir hvatti til sjálfstæðis Tíbets á tónleikum sem hún hélt í Sjanghæ í Kína á sunnudaginn." Mars 2008.  -----Björk Guðmundsdóttir tók boði Kínverska Kommúnistaflokksins, gerðist gestur hans og þáði af honum greiðslur áður en hún er sögð hafa hvatt til sjálfstæðis Tíbets. Sjálf segir Björk "..that her references to independence were more personal than political.."..." I would like to wish all individuals and nations good luck in their battle for independence.”.

Vagn (IP-tala skráð) 4.8.2020 kl. 16:54

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég mæli með því að þú reynir, framvegis, að fara í boltann en ekki manninn.

Annars má vel vera að danskir skattar séu, á flestu, hærri en íslenskir. En ekki öllu. Í Danmörku má nota lýsingarorð í efstastigi í auglýsingum og kaupa bjór út í búð á hagstæðari kjörum en Heiðrúnu í Krókhálsi, og í skiptum fyrir háu skattana er borgurum hlíft við allskyns þjónustugjöldum í skóla- og menntakerfinu. Svo sumt er hærra skattlagt, annað ekki, og í sumu dugir skatturinn fyrir meiru í Danmörku en öðru ekki. En þú vissir þetta allt auðvitað. 

Geir Ágústsson, 4.8.2020 kl. 17:14

3 identicon

Það þarf að fara í manninn þegar það sem hann prédikar stangast á við hegðun hans. Þú verður ekki undanþeginn gagnrýni með því að slengja fram einhverjum frösum.

Í Danmörku gilda sömu reglur um notkun lýsingarorða í efstastigi í auglýsingum og á Íslandi. Og Ísland er ekki helvíti á jörð þó sterkur bjór fáist ekki í matvöruverslunum.

Vagn (IP-tala skráð) 4.8.2020 kl. 17:37

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fólk getur að sjálfsögðu haft skoðanir á því sem gert er eða ekki gert í öðrum löndum en það er broslegt að sjá mörlenskan frjálshyggjumann ákveða að búa í Evrópusambandsríkinu Danmörku, þar sem skattar eru með þeim hæstu í heiminum, og kvarta svo undan Evrópusambandinu og háum sköttum, sem eru mismunandi háir í Evrópusambandsríkjunum. cool

Mörlendingar sem búsettir eru á öðrum Norðurlöndum en Íslandi geta kosið þar í sveitarstjórnarkosningum og því einnig broslegt að sjá mörlenska hægrimenn, sem þar hafa lengi verið búsettir, vera með borgarstjórann í Reykjavík á heilanum en fjalla svo ekkert um það sveitarfélag sem þeir sjálfir búa í. cool

Þorsteinn Briem, 4.8.2020 kl. 17:40

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.8.2012:

"Skattlagning á hagnað fyrirtækja er með minnsta móti á Íslandi af 34 OECD-ríkjum, þó ríkisstjórnin hafi hækkað hana úr 15% 2008 í 20% nú. cool

Það eru einungis fimm lönd sem hafa lægri skattlagningu fyrirtækja en Ísland árið 2011. Þau eru Slóvakía, Pólland, Ungverjaland og Tékkland með 19% og svo Írland með 13%. cool

Fjögur lönd eru með svipaða skattbyrði fyrirtækja og Ísland, þ.e. Grikkland, Chile, Slóvenía og Tyrkland. En Japan og Bandaríkin eru með helmingi meiri skattlagningu fyrirtækja en Ísland, eða 39-40%. cool

Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum leggja allar meiri skatta á fyrirtæki en Ísland.
Samt gengur flest mjög vel í þeim löndum. cool

Ef við skoðum hverju tekjuskattur á fyrirtæki skilar í ríkissjóð, sem % af vergri landsframleiðslu, þá er Ísland í 4. neðsta sæti 2010. cool

Fyrir hrun var búið að færa atvinnurekendum, fjárfestum og bröskurum ótrúleg fríðindi í skattamálum á Íslandi. Betri en í sumum erlendum skattaparadísum. Hófleg hækkun skatta á þá eftir hrun hefur litlu breytt. Skilyrðin eru enn góð.

Það eru því staðlausir stafir hjá talsmönnum atvinnulífsins og hægri róttæklingum þegar þeir fullyrða að fyrirtæki séu sérstaklega skattpínd á Íslandi.

Íslensk fyrirtæki eru með einna minnstu skattlagninguna sem þekkist í hagsælli ríkjunum.

Spurningin er þá hvort atvinnurekendur telji að þeir eigi ekki að bera kostnað af hruninu?
Eiga þeir að vera stikkfrí eftir að hafa grætt óhóflega á árunum fyrir hrun og átt sjálfir stóran hluta í orsökum hrunsins?

Margir af forystumönnum atvinnulífsins þá og nú voru framarlega í útrás og braski bulláranna." cool

Þorsteinn Briem, 4.8.2020 kl. 17:45

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta Vagn er greinilega heimskingi. Bara sniðugt hjá þér að hræra aðeins í því og skemmta sér við að horfa á rykið þyrlast upp embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 4.8.2020 kl. 19:35

7 identicon

Mér verður nú hugsað til söngtexta eftir Mikael Wiehe

När Vietnam ska fördömas då är alla överens
Sen tiger man tillsammans om Kina i Tibet
Och på väggarna hänger porträtten
Av Mao Tse Tung där dom alltid har hängt
Som om ingenting har hänt

Grímur (IP-tala skráð) 5.8.2020 kl. 16:48

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvaða þetta er heimskingi,?  Þorsteinn; svo oft sem þú notar það glaðbeittur á vellinum.

Helga Kristjánsdóttir, 6.8.2020 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband