Hugleiðingar hægrimanns

Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. 

Þessi orð standa í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins og svipuð orð má finna í flestum stjórnarskrám frjálslyndra lýðræðisríkja. Þegar orðin eru lesin ein og sér þá eru þau ávísun á frjálst samfélag óhefts tjáningarfrelsis (nema einhver nenni að draga þig fyrir dómstóla). Leigubílaakstur er frjáls. Matvöruverslanir selja áfengi. Auglýsendur lofa varning sinn og nota efstastig lýsingarorða til að lýsa honum. Áfengisauglýsingar finnast víðar en undir rós eða í erlendum tímaritum og útsendingum frá fótboltaleikjum í ensku deildinni. 

En stjórnarskráin er með varnagla. Tjáningar- og atvinnufrelsi má „setja skorður með lögum“ enda „krefjist almannahagsmunir þess“. Leigubílaakstur er því á höndum einokunarhrings, ríkið eitt selur áfengi og fer ekki leynt með það, auglýsingafé innlendra áfengisframleiðenda rennur úr landi og öllum er gert að nota í mesta lagi miðstig lýsingarorða í auglýsingum.

Þar fauk frelsið út um gluggann. Almannahagsmunir enda kröfðust þess.

En hvað með skatta? Má ríkið féfletta þig af handahófi? Nei. Stjórnarskráin er skýr: Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.

Á þessu eru nú samt nokkrir brestir. Hvað gerist þegar þú hækkar í tekjum? Jú, skattheimtan eykst og hafir þú þegið einhverja aura í vaxtabætur, húsaleigubætur, barnabætur eða ellilífeyri þá er slíkt umsvifalaust skert. Tvöföld skattheimta! Ef húsnæði þitt hækkar í verði þá er hlutfallsútreikningur fasteignagjaldanna fljótur að breytast í aukna skattheimtu. Svona mætti lengi telja. Stjórnarskráin dugir hér jafnvel sem vörn gegn yfirgengilegri skattheimtu og fiskinet á lúsmý.

Ekki er svo að sjá að stjórnmálamenn séu að halda aftur af sér þegar ýmsar glufur stjórnarskrár og annarrar löggjafar eru misnotaðar til að auka völd hins opinbera. Götum er lokað með tilskipunum, fjölmiðlum er mútað með skattfé til að hlífa stjórnmálamönnum við óþægilegri gagnrýni, og þeir ritskoðaðir í nafni upplýsingaóreiðu þegar þeir reyna að bera á borða annað en hina einu sönnu skoðun. Bílar og bensín er skattlagt í himinhæðir til að fjármagna eitthvað allt annað en greiðfæra og holulausa vegi. Gæluverkefnin rúlla af færibandi þinghúss og ráðhúsa á meðan foreldrum með ungabörn er haldið í gíslingu svo mánuðum skiptur, aldraðir sitja fastir á göngum sjúkrahúsa og ónýtir liðir bíða hálfu og heilu árin eftir aðgerð sem tekur enga stund, eða eru sendir á einkasjúkrahús í Svíþjóð með tilheyrandi umstangi og óþægindum, og auðvitað kostnaði.

Tálmanir á atvinnu- og tjáningarfrelsi og yfirgengileg skattheimta í skiptum fyrir hvað? Velferðarkerfið? Heilbrigðisþjónustu? Menntakerfi? Vegi? Aldeilis ekki. Miklu frekar virðist öll hringekjan snúast um að blása í segl stjórnmálamanna sem gera góðverk sín á kostnað almennings og hljóta fyrir það endurkjör. 

Stjórnarskráin var ekki skrifuð til að gefa hinu opinbera óendanleg völd, jafnvel ekki í þágu allsherjarreglu. Hún var skrifuð til að halda aftur af ríkisvaldinu, á tímabili í sögu okkar þar sem menn mundu vel eftir einveldiskonungum miðalda og óttuðust völd ríkisvaldsins. 

En hvað er til ráða? Ekki dugir að kjósa. Það virðist engu máli skipta hvað nýkjörinn stjórnmálamaður fer ákveðinn inn í þinghús Alþingis eða ráðhús sveitarfélaganna: Þegar þangað er komið mætir honum einfaldlega embættismannakerfið, andspyrna, íhaldssemi kerfis sem ver sjálft sig og í mörgum tilvikum persónuárásir. 

Kannski fyrsta ráðið sé að hætta að hlusta á stjórnmálamenn sem einoka umræðu- og fréttatíma og krefja stjórnmálamennina þess í stað um að halda kjafti og byrja að hlusta. Um leið má láta fréttir eiga sig. Þar bjóða stjórnlyndir blaðamenn stjórnlyndum einstaklingum í viðtal eftir viðtal og boða þannig heimsmynd sína undir fána fagmennsku og fréttaflutnings. 

Í kjölfarið má svo biðja stjórnmálamenn um raunverulega réttlætingu á öllum þessum ríkisafskiptum: Hvað eru menn að fá fyrir skattheimtu á öllu sem hreyfist, eða er kyrrstætt? Þarf virkilega að halda úti skattheimtu þar sem jaðarskatturinn er miklu nær 100% en 40% til að styðja við fátæka, reka svolítið heilbrigðiskerfi og bjóða ungu fólki upp á einhverja menntun? Þarf í raun að takmarka atvinnu- og tjáningarfrelsi okkar í miðaldastíl til að tryggja allsherjarreglu? Þarf fullfrískt fólk á öllum þessum bótum – og sköttum – að halda til að samfélagið grotni ekki niður í hreysabyggðir og glæpaöldu? Er stjórnmálamaður svona miklu hæfari til að ráðskast með líf þitt en þú að stjórna því nokkurn veginn á eigin spýtur?

Fyrsta skrefið er hjá okkur sjálfum. Ríkið er ekki mamma okkar. Það á að þjóna okkur ef það á að geta réttlæt tilvist sína. Það gerir það ekki í meiri mæli en svo að á eftir klappi kemur krepptur hnefi. Nú er mál að linni.

Þessi grein birtist áður í Morgunblaðinu í dag. Hún er aðgengileg áskrifendum blaðsins hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Megnið af þessu var þegar orðið rangt þegar þú fluttist úr landi, misstir allar tengingar við raunheima og helgaðir ESB landi starfskrafta þína. En að fara með rangt mál, hálfsannleik og ýkjur hefur aldrei angrað þig, enda tilgangur skrifanna pólitík en ekki upplýsingagjöf, falsfréttir frekar en fræðsla.

Vagn (IP-tala skráð) 4.8.2020 kl. 13:41

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég lít á það sem mikla framför að þú segir ekki að "allt" sé rangt hjá mér, bara "megnið". 

Liði þér betur ef ég byggi og starfaði á Íslandi og væri að tjá mig um ástandið í ESB? Eða er bara við hæfi að tjá sig um menn og málefni innan landamæra tiltekins ríkis/ríkjasambands?

Geir Ágústsson, 4.8.2020 kl. 15:09

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikið rýkur nú moldin í logninu, hefði hún amma mín á Baldursgötunni sagt.

Fólk velur sjálft hvar það býr og mörlenskur frjálshyggjumaður vill búa í Danmörku, þar sem skattar eru með þeim hæstu í heiminum. cool

Margir mörlenskir hægrimenn hafa engan áhuga á meira lýðræði, enda þótt þeir gapi nær daglega um að þeir vilji auki lýðræði.

Ef meira lýðræði hentar þeim og þeirra hugmyndaheimi ekki hafa þeir engan áhuga á því.

Þannig vill til að mynda ekki Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Moggans, að frumvarp stjórnlagaráðs, sem samþykkt var með miklum meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012, verði að nýrri stjórnarskrá. cool

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskrár var kosningaþátttakan 49%, um afnám áfengisbanns árið 1933 45% og um Sambandslögin 1918 44%. cool

Matthías Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins:

"Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki."

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni. cool

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi. cool

Tillögur stjórnlagaráðs eru hvorki vinstrisinnaðar né hægrisinnaðar. cool

"Niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 20. október 2012 um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd var lýst á fundi landskjörstjórnar 29. október 2012.

Engar kærur bárust um ólögmæti atkvæðagreiðslunnar."

Niðurstaða talningar atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga:

1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 75.309 eða 67,5%, rúmlega tveir þriðju.

Og hvergi hefur komið fram að engir hægrimenn hafi tekið þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. cool

Þorsteinn Briem, 4.8.2020 kl. 15:12

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er hægt að orða hluti þannig að þeir falli að ákveðnum skoðunum.

Það má t.d. tala um að "meirihluti atkvæða" hafi fallið á einn eða annan veg. Þannig varð Bill Clinton forseti. En svo má tala um að "meirihluti kjörmanna" hafi fallið á ákveðinn hátt. Þannig varð Donald Trump forseti. Og svo má tala um "meirihluta atkvæða" í kosningu sem fáir tóku þátt í. Meirihlutinn kaus því ýmist gegn eða nennti ekki að kjósa, en meirihluti atkvæða féll á ákveðinn hátt. Þannig fór fyrir hugmyndum um róttæka nýja stjórnarskrá sem hefði frekar aukið völd ríkisins en hitt.

Geir Ágústsson, 4.8.2020 kl. 15:49

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"111. gr. Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.

Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. cool

Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi." cool

Frumvarp stjórnlagaráðs með skýringum - Forsætisráðuneytið

Þorsteinn Briem, 4.8.2020 kl. 16:40

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

13.6.2018:

"
Með upptöku nýrrar persónuverndarlöggjafar Evrópusambandsins í EES-samninginn [um Evrópska efnahagssvæðið] er gengið lengra en nokkru sinni áður í framsali valdheimilda til alþjóðastofnana frá gildistöku EES-samningsins. cool

Upptaka gerðarinnar var staðfest á Alþingi í síðustu viku og efnisreglur hennar voru innleiddar í íslensk lög á Alþingi í gær.

Í EES-samstarfinu vakna æ fleiri álitaefni um hvort farið sé út fyrir mörk stjórnarskrárinnar með innleiðingu gerða sem stefna að auknu valdaframsali. cool

Stjórnarskráin er alveg þögul um heimildir til slíks framsals, ólíkt stjórnarskrám flestra annarra Evrópuríkja. cool

Þegar EES-samningurinn tók gildi þótti valdaframsalið sem í honum fólst á mörkum þess sem stjórnarskráin heimilaði en síðan hafa íslensk stjórnvöld ítrekað þurft að takast á við stjórnskipuleg vandkvæði vegna nýrra viðauka við samninginn.

Með innleiðingunni fær Evrópska persónuverndarráðið tilteknar valdheimildir gagnvart Íslandi og öðrum EFTA-ríkjum.

Ekki var farin sú leið að fela eftirlitsstofnun EFTA þær heimildir."

"
Stefán Már Stefánsson [laga]prófessor var stjórnvöldum til ráðgjafar um upptöku gerðarinnar í samninginn.

Í álitsgerð hans segir að sú leið sem farin sé feli í sér að framkvæmdarvald og dómsvald yrði framselt til stofnana Evrópusambandsins (ESB) með mjög einhliða hætti. cool

Stefán réð stjórnvöldum frá því að fara þessa leið og taldi hana skapa afleitt fordæmi.

Þá sé gert ráð fyrir að bókun 34 við EES-samninginn verði virkjuð í fyrsta sinn í sögu samningsins en hún gerir ráð fyrir því að dómstólar EFTA-ríkjanna geti farið fram á að Evrópudómstóllinn taki ákvörðun um túlkun EES-reglna sem samsvara ESB-reglum.

Stefán segir fáa hafa trúað því þegar EES-samningurinn var samþykktur að bókunin um Evrópudómstólinn yrði einhvern tíma virkjuð. cool

Að mati Stefáns er því um fordæmalaust framsal valdheimilda að ræða."

Framsal valds til stofnana Evrópusambandsins á mörkum stjórnarskrárinnar

Þorsteinn Briem, 4.8.2020 kl. 17:02

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands og Noregs að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eru þau ríki de facto einnig í Evrópusambandinu (ESB) en án atkvæðisréttar í sambandinu. cool

Þar að auki eru langflest ríki Evrópusambandsins í NATO, eins og Ísland og Noregur.

"Túlkun Dómstóls Evrópusambandsins á Evrópurétti er bindandi fyrir aðildarríkin."

"Þá kemur fram í 3. og 6. gr. EES-samningsins að EES-ríkin skuldbindi sig til að skýra og beita ákvæðum samningsins í samræmi við úrskurði og dóma Dómstóls ESB og EFTA-dómstóllinn vísar nær alltaf til fordæma Dómstóls ESB í niðurstöðum sínum." cool

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki einu sinni Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. cool

En ef einhverjir Mörlendingar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu geta þeir að sjálfsögðu gengið í Íslensku þjóð"fylkinguna" sem fékk 0,2% atkvæða í alþingiskosningunum í október 2016. cool

Þorsteinn Briem, 4.8.2020 kl. 17:15

9 identicon

Mér þættu skrif þín marktækari ef þú lifðir samkvæmt því sem þú prédikar. Sæktir ekki í meira regluverk meðan þú gagnrýnir regluverk lands sem er með minna regluverk. Borgaðir ekki glaður einu landi háa skatta meðan þú kallar lægri skattheimtu annars lands skattpíningu.

Þú ert ekki þátttakandi í þessu þjóðfélagi og hefur kosið að skila því engu til uppbyggingar og eflingar. Það besta sem þú hefur að bjóða og það eina sem þjóðin hefur nokkurn tíman viljað frá þér vilt þú gefa öðrum.

Málið er ekki hvað þú mátt gagnrýna. Þú mátt gagnrýna allt og alla. Málið er hverær gagnrýni þín er marktæk en ekki bara hjáróma ósannfærandi tíst ómerkings. Þú mátt gagnrýna en þú átt enga kröfu á að það sé tekið mark á þér.

Vagn (IP-tala skráð) 4.8.2020 kl. 17:16

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Það er móttekið að þitt persónulega álit, og kannski Þorsteins Briem líka, er að mín gagnrýni á ríkisafskipti á Íslandi sé ómarktæk, vegna póstnúmers míns og kaupa á mun minna skattlögðum bjór í Danmörku. En samt held ég áfram. Þannig er það.

Geir Ágústsson, 4.8.2020 kl. 17:24

11 Smámynd: Geir Ágústsson

En til gamanans: Midjan.is (sem ég hélt að væri vinstrimálgang) gerir sig "ómarktæka" með bergmáli úr skrifum mínum:

https://www.midjan.is/stjornmalamenn-haldi-kjafti-og-hlusti/

Geir Ágústsson, 4.8.2020 kl. 17:29

12 identicon

Mitt persónulega álit er að þín gagnrýni á ríkisafskipti á Íslandi sé ómarktæk vegna þægðar þínar, ánægju og gagnrýnisleysi á enn meiri ríkisafskipti á þínum heimaslóðum. Eitthvað annað en óþol fyrir ríkisafskiptum virðist ráða för.

Midjan.is er ekki vinstrimálgagn frekar en blogg þitt hægrimálgagn. Midjan.is er persónuleg populista, öfundar og lýðskrumssíða Sigurjóns M. Egilssonar og vina.

Vagn (IP-tala skráð) 4.8.2020 kl. 18:34

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Er það niðurstaða þín eftir mikla rannsóknarvinnu að ég hamist ekkert í dönskum yfirvöldum því íslenska bloggið mitt fjallar ekki um það?

Geir Ágústsson, 4.8.2020 kl. 19:12

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Algerlega sammála þér Geir. Mér finnst þessi grein þín vönduð og vel rökstudd. Glöggt er gests augað mætti kannski segja.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.8.2020 kl. 19:33

15 identicon

Þú velur þér búsetu þar sem þú ert sáttastur, sama hvort það er Danmörk eða Norður Kórea. Og það segir meira um þitt hugarfar en einhver pólitísk gagnrýni á ofríki í öðrum löndum. Þú ert dæmdur eftir gjörðum en ekki ræðum, eins og aðrir pólitíkusar.

Vagn (IP-tala skráð) 4.8.2020 kl. 20:06

16 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk Þorsteinn Sig.!

Svo er ekki amalegt að hafa hér menn sem endurflytja sömu athugasemdirnar í trukkaförmum og þrýsta þessari síðu upp ýmsa lista. Fleiri en ella villast því kannski hingað inn.

Geir Ágústsson, 4.8.2020 kl. 20:33

17 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, alltaf gaman að fá kjánalegar athugasemdir. En ef þessi (kjánalega) hugsun er tekin lengra er kannski hægt að segja að enginn hafi rétt til að gagnrýna neitt, hvorki heima hjá sér né erlendis. Ef þú gagnrýnir t.d. danskt samfélag er sú gagnrýni væntanlega ómarktæk vegna þess að þú býrð í Danmörku, rétt eins og að ef þú gagnrýnir íslenskt samfélag er gagnrýni þín ómarktæk líka, vegna þess að þú býrð ekki á Íslandi.

Í rauninn er þessi málflutningur bara ágætt dæmi um hvað gerist þegar hugsun manna er óskýr og þeim mistekst að gera hinn sjálfsagða greinarmun á röksemdum og þeim sem setur þær fram. Ótrúlega algengt, hvort sem kenna á skólakerfinu um, erfðaefni eða einhverju sem misferst við fæðingu.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.8.2020 kl. 10:51

18 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn Sig.,

Auðvitað er bara verið að reyna þagga niður í mér. Það gæti virkað öfugt.

Geir Ágústsson, 11.8.2020 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband