Einföld leið til að örva hagkerfið

Að ríkið afnemi, sameini eða einfaldi regluverkið er afskaplega einföld leið til að örva hagkerfið og gera líf fólks og fyrirtækja léttara.

Menn þurfa ekki að ræða skatta eða ríkisútgjöld. Reglugerðir eru á borði ráðherra en ekki Alþingis og það eina sem þarf til að gera regluverkið bærilegra er svolítill vilji.

Lögin standa auðvitað eftir og er fylgt með hinu nýja og einfaldara regluverki.

Ef menn vilja vita hvernig þöngulhaus eins og Donald Trump er að blása lífi í bandaríska hagkerfið þá geta menn litið á baráttu hans gegn reglugerðum. Hann er ekki búinn að hreyfa mikið við sköttum, er í stanslausum tollastríðum og raðar skuldum á ógnarhraða á alríkið. Af hverju er hagkerfið þá ekki komið að þrotum? Jú, því að hann þolir ekki reglugerðir og er búinn að pressa á alla stjórnsýsluna að fækka þeim. Meira að segja biluð klukka er rétt einu sinni á dag og hérna hitti Trump naglann á höfuðið.

Það er erfitt að mæla bein og óbein áhrif reglugerða á samfélag og hagkerfi en oft þarf bara svolitla umhugsun til að sjá af hverju flókið, torskilið og þungt regluverk hefur nánast lamandi áhrif. Ég heyrði einu sinni mann segja mér sögu af því hvernig tvær stjórnsýslur gátu ekki orðið sammála um hvar hann ætti að setja vask í fyrirtækið sitt. Að hugsa sér!

Bless, reglugerðir! Ykkar verður ekki saknað!


mbl.is 1.242 reglugerðir felldar brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það gat nú verið, hann þarf að berjast gegn reglugerðum; Ofur´kallar eru líka takmörkum háðir.  

Helga Kristjánsdóttir, 7.2.2020 kl. 16:38

2 identicon

Hjá Reykjavíkurborg þá eru gefnar út stefnur um allt mögulegt sbr. t.d.

https://reykjavik.is/search/site/stefna?f%5B0%5D=bundle%3Autgefid_efni

Yfirmenn á hverjum stað velja sér svo það sem þeim hentar og skikka udirmennina að fylgja viðkomandi "stefnu" en langflest í þessum stefnum eru steindauðir stafir enda án dagsetingar, undirritunar og áhöld um hvort þær hafi nokkurn tímann verið samþykktar 

þó þær séu birtar á vefsíðum Reykjavíkurborgar

Borgari (IP-tala skráð) 7.2.2020 kl. 17:25

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Helga,

Hvað hefur þú á móti baráttu gegn reglugerðum?

Borgari,

Athyglisvert! Auðvitað þarf frumlegur stjórnmálamaður ekki að einskorða sig við landslög. Það má gefa út stefnu! Hvenær stendur til að kjósendur Reykjavíkur heimti valkosti?

Geir Ágústsson, 7.2.2020 kl. 19:07

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Einungis skipulagsheildir sem hafa enga stefnu hafa "stefnur".

Gaman væri að vita hversu margar þessara reglugerða, sem felldar voru brott, voru einfaldlega felldar brott af því að þær eiga við um eitthvað sem er ekki lengur til.

Annars sýnist mér leiðin til að örva hagkerfið núna felast í því að ríkið "fjárfesti í innviðum" ef marka má ráðherrana. 

Þorsteinn Siglaugsson, 7.2.2020 kl. 19:55

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Hið opinbera er eina fyrirbærið sem kemst upp með að vanrækja innviði (þjónustu) til þess eins að uppskera velvild við að hætta sömu vanrækslu.

Geir Ágústsson, 7.2.2020 kl. 20:01

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður Geir.

Hvað getum við sagt sem eru í frændgarði Bjarts, annað en að segja, mæltu manna heilastur; "Bless, reglugerðir! Ykkar verður ekki saknað!".

Nema kannski að tveir plúss tveir eru líklegast augljósari sannindi.

Og hreint út sagt, einfaldleiki þessara sanninda, sem ég reyndar nota til að djöflast út í frjálshyggjuna, og þá stjórnmálamenn sem eru á mála auðsins og nýta sér frasa hennar (sem kemur ykkur solid lítt við), blasa við öllu hugsandi fólki því þetta er svo rétt;

"Hið opinbera er eina fyrirbærið sem kemst upp með að vanrækja innviði (þjónustu) til þess eins að uppskera velvild við að hætta sömu vanrækslu.".

Út frá þessu drögum við reyndar ekki sömu ályktanir en það er gaman að sjá svona skarplega greiningu á kjarna sem fæstir greina og skilja.

Það verður enginn verri af því að lesa pistla þína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2020 kl. 00:06

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk fyrir hrósið Ómar. Alltaf gaman af innlitum þínum.

Geir Ágústsson, 8.2.2020 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband