Málpípur hins opinbera

Fjölmiðlar verða bráðum að þurfalingum á spena ríkisgyltunnar. Þannig má tryggja að frá því verður sagt sem er hinu opinberu þóknanlegt, en ekki frá öðru.

Þannig munu sérhæfðir fjölmiðlar sem fjalla á sérhæfðan hátt um afmarkað efni, t.d. fótbolta eða ferðamenn, lenda í samkeppni við niðurgreidda fjölmiðla sem segja illa frá mörgu.

Þeim fjölgar því málpípum hins opinbera.

Nú þegar tryggir ríkið sér að kennarar hafi réttar og viðteknar skoðanir (dásama velferðarkerfið og vanrækja hagfræðikennslu), og fjölmiðlamenn, sem nú þegar eru yfirgnæfandi til vinstri, verða nú að þóknast hinu opinbera hvort sem þeir vilja það eða ekki. 

Nú er að sjá til hvort það takist að múta fjölmiðlamönnum til að hafa réttar skoðanir eða hvort þeir spyrni við fótum og láti reyna á það hvort mútugreiðslurnar berist áfram eða ekki ef rangar skoðanir fá pláss.

Hvernig væri til dæmis að henda í hressandi greinaröð um glæpatíðni innflytjenda frá Miðausturlöndum og Afríku eða um allan þann ríkisrekstur sem er haldið úti á Íslandi en er í höndum einkaaðila í öðrum Vestur-Evrópuríkjum?


mbl.is Mun breyta rekstrarumhverfi fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Þess vegna er gott að skoða alltaf útlenda miðla.

Verst er að þeir hafa lítinn áhuga á okkkar málum.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.5.2019 kl. 11:17

2 identicon

Ég kíki stundum á yfirlit 7 frétta hjá RUV í tímaflakkinu

og skipti svo yfir á aðra stöð til að þumglyndið taki ekki öll völd

Það er horft á mann ásakandi augum og næstum sagt þetta er ALLT þér að kenna

Fréttamiðlar eru orðnir svo fjölbreyttir að maður getur í dag valið sannleikann etir eigin skynsemi og þarf ekki að treysta á einhverja uppskafninga að segja manni hvað er satt og rétt um O3 eða IceSave eða BerExit

Grímur (IP-tala skráð) 12.5.2019 kl. 13:54

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geir Ágústsson vill endilega búa í Danmörku, þar sem skattar eru með þeim hæstu í heiminum. cool

Þar að auki í Evrópusambandinu og de facto með evruna, þar sem danska krónan er bundin gengi evrunnar og þar með gjaldmiðlar Færeyja og Grænlands, sem byggja afkomu sína meðal annars á árlegum styrkjum frá danska ríkinu.

Og Geir Ágústsson getur auðveldlega fengið að búa eins lengi og hann vill í Danmörku vegna þess að ríkið er eins og Ísland á Evrópska efnahagssvæðinu.

Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason í Sjálfstæðisflokknum þáðu stórfé frá íslenska ríkinu til að gapa á "Evrópuvakt" sinni gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Og Sjálfstæðisflokkurinn fær stórfé frá ríkinu ár hvert til að halda úti starfsemi sinni.

Flokkurinn hefur heldur engan áhuga á að selja ríkisfyrirtækið Landsvirkjun.

Og fjölmargir meðlimir flokksins hafa mestan áhuga á að starfa hjá
íslenska ríkinu, Reykjavíkurborg, þeirra stofnunum og fyrirtækjum.

Þannig var til að mynda Davíð Oddsson á launaskrá Reykjavíkurborgar og ríkisins þar til hann hrökklaðist út i móa og Friðrik Sophusson var forstjóri Landsvirkjunar, ríkisfyrirtækis sem mörlenskir hægrimenn mæra í bak og fyrir.

Fjölmargir þeirra hafa hins vegar fundið íslenskri ferðaþjónustu allt til foráttu en langflest fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á Íslandi eru einkafyrirtæki. cool

Þorsteinn Briem, 12.5.2019 kl. 18:39

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Þú telur upp sumt en ekki annað.

Geir Ágústsson, 13.5.2019 kl. 08:15

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er í sjálfu sér skiljanlegt að menn reyni að breyta umræðu um Ísland yfir í umræðu um eitthvað allt annað, t.d. ESB og Danmörku. Víða um heim eru fjölmiðlar á opinberum spena - af hverju ekki á Íslandi? Í Svíþjóð er ÁTVR - af hverju ekki á Íslandi? Annars staðar eru háir skattar - af hverju ekki á Íslandi?

Aðrir segja svo: Þótt aðrir grýti höfnina sína þá þurfum við ekki að gera það. Og víða eru fjölmiðlar frjálsir - af hverju ekki á Íslandi? Víða er áfengi selt í venjulegum búðum - af hverju ekki á Íslandi? Víða eru skattar lægri en á Íslandi - af hverju er Ísland ekki með lægstu skatta sem þekkjast?

Varðandi það að velja búa í Danmörku frekar en á Íslandi þá geta verið margar ástæður fyrir því aðrar en þær að í Danmörku eru háir skattar og Danmörk er meðlimur í ESB (þó með marga af sínum gömlu fyrirvörum enn í fullu gildi).

Í Danmörku kaupa atvinnurekendur heilbrigðistryggingar fyrir starfsmenn sína og senda þá á einkasjúkrahús til að meðhöndla þá hratt og vel.

Í Danmörku er hægt að kaupa áfengi á hóflegu verði (m.v. Ísland), allan sólarhringinn í hvaða sjoppu og matvöruverslun sem er. Það má líka auglýsa þetta áfengi (sem gagnast eflaust mörgum fjölmiðlinum, enda um eftirsótt auglýsingafé að ræða). 

Í Danmörku er reynt að gera það eins auðvelt og aðlaðandi og hægt er að stofna eigin rekstur og fá hann til að skjóta rótum í landinu. Það kostar t.d. ekki krónu að stofna svokallað einsmannsfyrirtæki sem getur hafið starfa innan mjög skamms tíma. 

Í Danmörku skoða fjölmiðlar ekki bara hagsmuni eins eða tveggja stjórnmálaflokka, heldur þeirra allra. Nýlega var t.d. vinstrimaður stjórnmálamaður flæmdur úr embætti fyrir að eyða stórfé í innréttingar á skrifstofu sinni. Á Íslandi er bara fréttnæmt að fjalla um Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn - gott í sjálfu sér að þeir njóti aðhalds en almenningur veit að það er verið að hlífa sumum og einblína um of á aðra. 

Í Danmörku er ekki sama rússíbanareið í stjórnmálunum. Þetta þýðir að hlutir breytast hægt, sem er gott upp á stöðugleika en slæmt upp á að það getur tekið óratíma að skera einföldustu æxli af ríkisskepnunni.

Ísland hefur samt mjög marga styrkleika. 

Geir Ágústsson, 13.5.2019 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband