Danska samfélagið

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til kosninga 5. júní. Þessu hafa margir beðið eftir lengi. Þetta verða spennandi kosningar, hvað sem líður fréttaskýringum Morgunblaðsins.

Töluverðar breytingar hafa orðið í dönskum stjórnmálum seinustu 10-15 árin. Heitasta umræðuefnið var einu sinni útlendingapólitíkin. Danski þjóðarflokkurinn kom, sá og sigraði þá umræðu. Núna hafa allir stærstu flokkarnir tekið upp útlendingapólitík hans og sá flokkur því að missa sérstöðu sína.

Skattar hafa líka verið mörgum hugleiknir en niðurstaðan virðist hafa orðið sú að þeim skal haldið háum. Um leið hafa menn nokkurn veginn sætt sig við að þeir eigi ekki að hækka meira svo samkeppnisstaða hagkerfisins, og geta þess til að vera mjólkað ofan í ríkissjóð, versni ekki. Þó tókst að lækka skatta á bíla á seinasta ári. Efnaminni fjölskyldur geta skipt út skrjóðnum. Það er nú eitthvað.

Núna virðist heitasta umræðuefnið vera það hvað er hægt að lofa fólki að komast snemma á eftirlaun af einhverju tagi. Sósíaldemókratarnir fundu upp á þessu máli en stærstu flokkarnir fylgja humátt á eftir. Miðað við umræðuna virðist venjuleg vinna vera algjört eitur í beinum venjulegs fólks en ég held að þegar hólminn á komið sé það ekki svo. Þeir sem eiga við meiðsli, örorku og sjúkdóma komast á bætur í dag og aðrir helst ekki. Þannig verður það áfram.

Það sem helst greinir á milli fylkinga í Danmörku er eiginlega ekki neitt. Þó er alltaf hætt við að vinstrimenn hækki skatta meira en aðrir en um leið að hægrimenn (sem má ekki rugla saman við frjálshyggjumenn) hafi enga sýn og leggist bara í vörn fyrir núverandi fyrirkomulagi á öllu. Kunnuglegt ástand, ekki satt?


mbl.is Boðað til kosninga í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki bara lýsing á stjórnmálum alls staðar

Engin hugsjón bara grá meðalmennskan og mikill fjöldi flokka sem gera einungis út á sín áhugamál þannig að hinn mikli fjölbreytileiki sem kemur upp úr kjörkössunum gerir síðan stjórnarmyndanir mjög erfiðar

 Það eru helst einhverjir brandarakallar einsog Gnarr, Trump og þessi í Úkraínu sem virðast getað fengið einhverja athygli hjá fjöldanum.

Grímur (IP-tala skráð) 8.5.2019 kl. 21:31

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Já, því miður.

Þó finnst mér Danir vera aðeins gagnrýnni á sína stjórnmálamenn. Fjölmiðlamenn eru líka aðeins meðvitaðri um að allir stjórnmálamenn þurfa aðhald og gagnrýnar spurningar, ekki bara meðlimir flokka annarra en Samfylkingar og VG. 

Geir Ágústsson, 9.5.2019 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband