Ekki nógu vinsælir, eða of dýrir í rekstri?

Tveimur vinsælum tónleikastöðum í miðborg Reykjavíkur hefur nýlega verið lokað. Hjá borginni er nú verið að skoða að skattgreiðendur styðji rekstur slíkra staða úr því viðskiptavinirnir vilja ekki gera það.

Þetta er auðvitað fáheyrt. Rekstur tónleikastaða er ekki verkefni borgaryfirvalda. Hverja á að styðja og um hvað mikið og hversu lengi? Á að styðja tóman stað þar sem spiluð er tónlist sem enginn nennir að hlusta á? Á að styðja tónleikastað sem fyllist um hverja helgi? Hvernig á að gera upp á milli? Er nóg að einhver glamri á gítar eða þarf fleiri en tvo á sviðið eða hvað? 

Nákvæmlega hvaða tónleikar eru það sem skattgreiðendur eiga að styðja við, og hvers vegna?

Þetta meinta vandamál er einfalt í eðli sínu. Annaðhvort er of dýrt að reka skemmtistað eða fólk er einfaldlega hætt að stunda þá. Háan rekstrarkostnað má rekja til margra hluta sem má flesta rekja til hins opinbera: Ýmis leyfi og gjöld, eftirlit, skattar á aðföng og fleira slíkt kostar kannski bara of mikið til að það sé hægt að velta því út í verðlagið og ætlast til að fólk vilji borga. 

Ef fólk er hætt að nenna í bæinn og hella í sig áfengi er ekkert víst að það sé slæmt. Leigubílaleyfin eru hvort eð er of fá til að hægt sé að koma of mörgum heim til sín eftir kvöld í miðbænum. Þeir sem slást fullir en ekki edrú slást minna ef þeir eru sjaldnar fullir. Túristarnir geta væflast um í miðbænum án þess að óttast áreiti. Borgaryfirvöld geta sparað enn meira við sig í þrifum og viðhaldi. Tómur bær er hreinn bær. 

Lengi vel þjarmaði borgin að þeim sem vildu reka skemmtistaði í miðbænum. Lokunartímar eru takmarkaðir, áfengisgjöldin himinhá og leigubílarnir troðfullir. Nú er hins vegar talað um að niðurgreiða starfsemi sömu skemmtistaða.

Geta yfirvöld ekki ákveðið sig bráðum?


mbl.is Vinsælum tónleikastöðum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nýbúið taka lán og setja 5 miljarðar í kassan

á næstunni verða ráðnir fjölmargir viðburðaSTJÓRAR

til að kaupa atkvæði

Borgari (IP-tala skráð) 9.11.2017 kl. 18:20

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Reykvíkingar, ólíkt íbúum flestra nágrannasveitarfélaga, neita að sjá í gegnum vitleysuna. 

Geir Ágústsson, 9.11.2017 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband