Vinstristjórn í tilraunaglasi

Reykjavík hefur, síðan á dögum R-listans, verið eins konar tilraunaglasaútgáfa af vinstristjórn á landsvísu. Nokkur einkenni slíkrar stjórnar eru:

- Skuldir vaxa jafnvel þótt skatttekjur vaxa

- Hoggið er í grunnstoðirnar en gæluverkefnunum hleypt áfram

- Áætlanir um að skila rekstrarafgangi settar fram árlega, en standast ekki árlega

- Skattalækkanir veittar á afmarkaða en atkvæðamarga hópa, en aðrir fá skattahækkanir inn um sína lúgu

- Reynt að kenna öðrum um eigin vandræði í rekstri og stjórnsýslu. Einhverjum utanaðkomandi er um að kenna

- Erfiðum málum kastað á milli eins heitri kartöflu þar til þau lenda á grandlausum embættismönnum

R-listinn var ákveðin fyrirmynd vinstristjórnar Jóhönnu og Steingríms. Borgarstjórn Dags er vísbending um það sem koma skal ef Katrín Jakobsdóttir fær nógu marga á sitt band í Stjórnarráðinu.


mbl.is Reksturinn verði jákvæður upp á 3,4 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

https://kosning.reykjavik.is/

Ef þú vilt ráða í hvað peningarnir fara

Kjósa (IP-tala skráð) 8.11.2017 kl. 17:45

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Góður!

En nei, þarna eru ekki teknar neinar ákvarðanir. Þetta er netspjall sem veitir fólki ákveðna útrás. 

Geir Ágústsson, 9.11.2017 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband