Ábendingar? Who cares!

Núna hef ég lært nýtt orð: Sýndarsamráð.

Lof mér að stinga upp á skilgreiningu: Þegar ríkiseinokunaraðili tekur við ábendingum, situr fundi og hlustar en gerir ekkert.

Það er auðvelt að ímynda sér að sýndarsamráð sé eins og rauður þráður í gegnum allan rekstur í ríkiseinokun. Af hverju ætti það að vera öðruvísi? Skjólstæðingarnir komast ekkert. Verðmiðinn lækkar aldrei. Verklagið breytist hægt. Samkeppni er ekki til staðar. Það er helst þegar hægt er að kaupa spjaldtölvur fyrir stórfé að eitthvað breytist - spjaldtölvur sem skila takmörkuðum árangri en þar sem skínandi nýir skjáirnir gleðja alla. 

Svo já, á meðan stjórnmálamenn viðhalda ríkiseinokun er hætt við að allt samráð verði sýndarsamráð og að raddir óánægðra skjólstæðinga séu í besta falli hunsaðar en í versta falli er þaggað niður í. 


mbl.is Hvert vandamálið á fætur öðru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband