Leiðtogar ræða á röngum forsendum um vandamál sem þeir skilja ekki

Leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Kína í dag til að ræða stefnur og aðferðir við efnahagsstjórn þannig að styrkja megi alþjóðahagkerfið.

Gangi þeim vel! 

Gallinn er sá að þarna ætla leiðtogar að ræða vandamál á röngum forsendum og komast að röngum niðurstöðum. Þeir skilja ekki vandamálin og munu bara gera illt verra.

Vandamálið er jú leiðtogarnir sjálfir og þau miklu völd sem þeir hafa. Þessi völd nota þeir til að reisa viðskiptahindranir og sólunda fé skattgreiðenda í hernað, bætur, styrki og annað sem bætir í vandamálin í stað þess að leysa þau.

Lausnin er ekki að leiðtogarnir geri meira á morgun en í dag heldur að þeir geri minna. Þeir þurfa að draga úr völdum sínum og hins opinbera og leyfa frjálsum markaði að ná andanum og geti þvert á landamæri án heimatilbúinna hindrana. 

Leiðtogafundir eru sennilega ágæt leið til að ná mönnum í sama herbergi og skiptast á skoðunum. Verst að höfuðlausar hænur gætu sennilega gert betur þegar kemur að því að leysa vandamálin sem blasa við. 


mbl.is Stærstu efnahagsmálin til umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og það eina sem þeir gátu komið sér saman um var að minnka losun gróðurhúsategunda, þótt engar sannanir liggi fyrir um að þessi 1,8°C (ein komma átta gráðu) hitaaukning síðustu hundrað árin séu af mannavöldum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 4.9.2016 kl. 17:16

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Nornaveiðar eru vinsæl leið til að dreifa athyglinni frá því sem raunverulega er að. Hjátrú sömuleiðis. 

Geir Ágústsson, 4.9.2016 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband