Flókin vísindi soðin saman í eina formúlu

Öll umræða um breytingar á loftslagi jarðar ætti í raun að vera gríðarlega flókin vísindaleg umræða sem fáir nema þeir hörðustu gætu sett sig inn í.

Hún ætti að snúast um samspil geimgeisla, sólgosa, skýjafars, losunar manna á hinum ýmsu lofttegundunum, losunar eldfjalla og hvera á sömu lofttegundum og öðrum, áhrifa hinna ýmsu lofttegunda á hegðun lofthjúpsins og gróðurfars og sjávar, reglunar lofthjúpsins og sjávarins, hafstrauma, náttúrulegra langtíma- og skammtímasveiflna, tölfræði, óvissu, líkanasmíði, einfaldana á líkönum, reiknigetu og mælingarnákvæmni, svo eitthvað sé nefnt.

Umræðan ætti að fara fram á þeim forsendum að ekki sé búið að afla allra gagna, smíða líkön sem geta spáð nægilega nákvæmt fyrir um framtíðina og skort á skilningi á ýmsum þáttum sem hafa áhrif á loftslag jarðar.

Umræðan ætti einnig að vera hógvær - að menn viðurkenni að enn sé verið að rannsaka málið en að vissulega sé búið að afla þekkingar á ákveðnum sviðum sem má ræða út frá (en þar sem einhugur er fjarri því raunin á fjölmörgum sviðum).

Menn ættu einnig að segja það skýrt að verið sé að ræða út frá empírískum kenningum og að slíkar kenningar séu háðar mikilli óvissu. 

En hvað gera menn? Menn stinga allri viti borinni umræðu ofan í skúffu og segja:

Hitastig jarðar er línulegt fall af styrkleika koltvíoxíðs í andrúmsloftinu.

T[°C] = k[°C]/[ppm]*CO2[ppm] 

... þar sem k er tala sem er búið að ákvarða.

Aukist styrkleiki C02 hækkar hitastigið. Nái menn að minnka losun CO2 ná menn einnig að temja hitastigið. Eða svo er okkur sagt. 

Þetta er auðvitað gert til að stjórnmálamenn og blaðamenn og talsmenn þrýstihópa fái það á tilfinninguna að þeir skilji hin flóknu vísindi sem þeir gera auðvitað ekki (frekar en nokkur maður í raun).

Að vísindamenn séu ekki hreint og beint sármóðgaðir yfir þessari meðferð á vísindalegu viðfangsefni er ofar mínum skilningi. 


mbl.is Bandaríkin og Kína skrifa undir Parísarsamkomulagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband