Alþjóðlegt starf í innlendri þumalskrúfu

Flugumferðarstjórar eru í alþjóðlegu starfi ef svo má segja. Vinnutungumál þeirra er enska og flestir af þeim sem þeir tala við úr turninum tala við þá á ensku. Það kæmi mér ekki einu sinni á óvart ef íslenskir flugmenn töluðu við turninn í Keflavík á ensku.

Þeim má því skipta út fyrir útlendinga sem tala ensku.

Það mætti jafnvel hugsa sér að umsjón með brottförum og lendingum frá Keflavíkurflugvelli væri stjórnað frá útlöndum, t.d. Kaupmannahöfn eða Peking í Kína. Líklega yrði samt að vera til staðar varastöð í Leifsstöð ef gervihnattarsamband dettur út. 

Hvað sem því líður er óþarfi að stjórn flugumferðar við Ísland sé í höndum eins aðila sem getur haldið öllum í gíslingu. Stjórnvöld ættu að nýta tækifærið núna og leita leiða til að brjóta upp þá einokun. Það hefur enginn sérstaklega gott af því að vera í einokunaraðstöðu og fyllast af of miklu áliti á sjálfum sér. Flestir í þessum heimi (fyrir utan ríkisstarfsmenn og þá sem njóta verndar lögbundinnar einokunar) starfa í samkeppnisumhverfi og líta á það sem hvata til að gera betur í dag en í gær. 

Þegar störfum flugumferðarstjóra hefur verið komið í hendur einkarekinna aðila sem mæta í vinnuna má huga að öðrum stéttum sem liggja hálfsofandi í jötu ríkisvaldsins, t.d. stéttum lækna, kennara og annarra sem fara stundum í verkföll til að sýna fram á að þeir séu meira ómissandi en verkfræðingar, pizzasendlar og verslunareigendur sem fara aldrei í verkföll. 


mbl.is Funda með flugumferðarstjórum í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú ætlar að fara að stýra umferð um flugvelli annarsstaðar frá en flugvellinum sjálfum er ég hræddur um að farþegasiglingar til og frá landinu yrðu aftur vinsælar.

Það væri vont fyrir þjóðarbúið að missa allar þær gjaldeyristekjur sem koma inn vegna flugstjórnarmisðtöðvarinnar (verkum hennar væri hugsanlega hægt að sinna annarsstaðar frá), hins vegar má vel vera að aðrir aðilar en Isavia gætu gert betur í að halda starfsfólki og þar með tryggt betur þjónustu.

Ein ástæða þess að flugumferðarstjórar vinna mikla yfirvinnu (fimmta hver vinnustund yfirvinna) er að þeim bjóðast betri laun annarsstaðar og m.a. þess vegna helst Isavia fremur illa á starfsfólki.

ls (IP-tala skráð) 10.6.2016 kl. 10:02

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Má ekki nota allar þessar gjaldeyristekjur til að borga húsnæði og laun undir útlenda flugumferðarstjóra sem mæta alltaf í vinnuna?

Geir Ágústsson, 14.6.2016 kl. 08:57

3 identicon

Af hverju ættu útlendir flugumferðarstjórar að vilja vinna í útlöndum (hér) fyrir lægri laun en heima hjá sér?

Merkilegt að svona frjálshyggjumaður eins og þú sjáir ekki að meinið er ekki stafsmennirnir heldur ríkisfyrirtækið.

ps. flugumferðarsjórar mæta í vinnuna sína eins og aðrir. En eins og aðrir vilja þeir vera með fjölskyldunum sínum þegar þeir eiga frí.

ls (IP-tala skráð) 20.6.2016 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband