Þjóðhagsráð sjálfhætt

Til stóð að setja á laggirnar svokallað Þjóðhagsráð þar sem ríkisvaldið borgar fyrir kaffi helstu fulltrúa atvinnulífsins á meðan þeir spjalla saman um stöður og horfur og þess háttar.

Nú er þessu Þjóðhagsráði svo gott sem sjálfhætt því það vilja ekki allir vera með nema að listinn yfir umræðuefni verði lengdur. 

Ekki veit ég hvort þetta ráð hafi átt að vera svar Íslands við hinum dönsku "vismænd" eða vitringum sem tjá sig um hitt og þetta með reglulegu og óreglulegu millibili. Eitt er víst: Svona kjaftaklúbbur hefur ekkert um efnahagsstjórn landsins að segja.

Landinu er stjórnað af stjórnmálamönnum og þeir eru með sínar eigin hugmyndir og jafnvel hugsjónir sem ráða för þeirra. Íslenskir stjórnmálamenn hafa aldrei verið sérstaklega góðir í að láta eigin hugmyndir víkja fyrir hugmyndum annarra. Annars hefði fráfarandi ríkisstjórn ekki hækkað skatta í vel á annað hundrað skipti. Núverandi ríkisstjórn væri líka búin að lækka skatta töluvert meira ef stjórnvöld væru viljug til að hlusta á góð ráð.

Í stað þess að stofna kjaftaklúbba ættu þeir sem vilja lágmarka skaðann af ríkisvaldinu að berjast fyrir því að það hætti svo gott sem allri starfsemi sinni og hleypi einkaaðilum að. Ríkisvald sem prentar ekki peninga (með aðstoð bankanna) getur ekki framleitt verðbólgu. Ríkisvald sem viðheldur ekki sovésku heilbrigðiskerfi getur ekki búið til biðlista og tækjaskort. Ríkisvald sem menntar ekki getur ekki klúðrað menntun barna og fullorðinna. Ríkisvald sem leggur ekki vegi getur ekki vanrækt þá. Ríkisvald sem hirðir ekki verðmæti getur ekki sólundað þeim. Ríkisvald með litla skattheimtu á erfiðar með að skuldsetja komandi kynslóðir.

Frelsi í stað frasa og kjaftaklúbbarnir verða óþarfir!


mbl.is Greinir á um Þjóðhagsráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband