Endurvinnsla getur leitt til sóunar og mengunar

Endurvinnslutrúboðið er alltaf tekið lengra og lengra. Nú er rusl ekki bara rusl sem ber að aðskilja frá gömlum batteríum og skaðlegum spilliefnum og ónýtum raftækjum. Nei, nú er rusl aðgreint í pappír, gler, plast, lífrænan úrgang og jafnvel eitthvað fleira. Til hvers?

Yfirleitt er hagstæðast fyrir alla að láta ruslið enda í ruslatunnunni og koma því í urðun eða brennslu. Ruslið brotnar niður og verður jafnvel að prýðilegum jarðvegi sem má nýta i hvað sem er. Þannig er líka keyrsla á rusli lágmörkuð og auðlindir jarðar nýttast skynsamlegast. Stundum er betra fyrir umhverfið og okkar eigin pyngju að kaupa nýtt og henda því gömlu. 

Því hvað gerist þegar menn setja pappírinn í sérstakan gám? Þennan gám þarf að sækja á sérstökum bíl. Það er keyrt á einhvern móttökustað. Þar er pappírnum þjappað saman með mikilli fyrirhöfn. Síðan er hann keyrður að höfninni og settur í skip. Þetta skip siglir í öllu sínu veldi til útlanda. Þar er hann blandaður saman við allskyns límefni og hrærigrauturinn svo notaður til að búa til lélegar endurunnar umbúðir sem þarf svo að keyra til nýs framleiðenda til notkunar. 

Ég er viss um að ef menn bera allt þetta ferli saman við að hreinlega henda því gamla og kaupa nýtt þá komi í ljós stórkostleg sóun á auðlindum og peningum og jafnvel að mengun vegna endurvinnsluferlisins sé gríðarleg. 

Hér hefur fólk smátt og smátt slökkt á tortryggni sinni gagnvart opinberu trúboði, því miður. 


mbl.is Fjölskyldusport að flokka sorp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband