Tálbeitur í skuldafenið

LÍN er tálbeita sem dregur ungt fólk ofan í skuldafen og himinháa skattheimtu að námi loknu.

Rekstur LÍN er bundinn í slíka lagaflækju að LÍN getur með engu móti rekið sig öðruvísi en að sjúga milljarða úr ríkissjóði með reglulegu og óreglulegu millibili.

Nemendur fá svo himinhá lán að margir þeirra munu aldrei geta greitt þau til baka. Fjölskyldur nemenda hafa ekki efni á að hjálpa þeim því þær eru sjálfar skattlagðar upp til rjáfurs. Nemendur geta tæplega unnið samhliða námi til að minnka lánsfjárþörfina því skattheimtan er líka himinhá á þá sjálfa. Ríkisrekið nám er líka dýrara en það þyrfti að vera - í Bandaríkjunum sjá menn til dæmis sterka fylgni á milli upphæðar námslána sem hið opinbera býður upp á og skólagjalda.

Til að toppa vítahringinn er ríkisvaldið svo umsvifamikið, meðal annars á markaði lána, að það krefjst himinhárra skatta af hverju launaumslagið sem um leið dregur úr möguleikum fólks til að greiða skuldir sínar, þar á meðal námslánin.

LÍN er tálbeita sem ég vona að sem fæstir bíti á. 


mbl.is Þurfum að tryggja jafnrétti til náms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að leggja til að LÍN verði lagt niður og einkaaðilar taki að sér hlutverk þess með miklu hærri vöxtum? Þá fyrst verða vandræði langskólagenginna mikil svo að ekki sé minnst á alla þá sem sjá sér ekki fært að stunda langskólanám.

Einkareknir skólar eru miklu dýrari og verri en ríkisreknir. Þeir þurfa að skila eigendum sínum góðum hagnaði. Til að svo geti orðið þarf að hagræða sem kemur niður á gæðum kennslunnar. Einnig er hætta á að of lítil krafa sé gerð til nemenda til að missa þá ekki.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.6.2016 kl. 10:04

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Ég er að segja að í umhverfi lægri skatta - þ.e. umsvifaminna ríkisvalds - þá væri e.t.v. engin þörf til að taka lán fyrir framfærslu í námi. Sumarhýran gæti dugað og e.t.v. einhver létt vinna með námi. Ef fólk ætlar hins vegar að fá lán þá er það tálbeita og gylliboð að taka lán hjá LÍN, því LÍN er niðurgreitt lán og þá niðurgreiðslu mun ríkið fá til baka, margfalt.

Geir Ágústsson, 6.6.2016 kl. 03:02

3 identicon

Með minni sköttum verður fjàrmagn til menntamála minna. Þessi aukni kostnaður nemandans verður mun meiri en skattalækkun hans. Staða hans mun því versna.

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.6.2016 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband