Fréttamenn hafa líka skoðanir

Bandaríski fjölmiðillinn Huffington Post hefur ákveðið að Donald Trump sé ekkert skemmtiefni. Héðan í frá verður ekki fjallað um forsetaframboð hans á síðum dægurmála hjá HuffPost. Kornið sem fyllti mælinn voru nýleg ummæli Trumps um múslima. 

Þetta er áhugaverð áminning. Við erum hérna minnt á að fréttamenn hafa líka skoðanir og jafnvel sterkari skoðanir á ýmsum málefnum en annað fólk enda einstaklingar sem lifa og hrærast í dægurmálaumræðunni og þurfa oft að kynna sér mál vel. Þeir velja hverjir koma í viðtöl, ákveða hvað telst fréttnæmt og draga það fram sem þeim finnst sjálfum athyglisverðast. 

Þeir velja líka að fjalla ekki um ákveðna hluti, ræða ekki við ákveðna menn og ákveða hvaða punktar koma ekki fram í fréttaflutningi þeirra.

Óháð því hvað Donald Trump segir eða segir ekki eru fréttamenn Huffington Post búnir að ákveða að fjalla ekki um kosningabaráttu hans. Það er alveg sjálfsagt mál enda eiga einkareknir fjölmiðlar bara að fá að fjalla um það sem þeim sýnist. Lesendur Huffington Post vita sennilega að þeir þurfa bara að leita annað til að fá fyllri frásögn af kosningabaráttunni og allt í lagi með það.

Við erum hérna minnt á að fréttamenn hafa skoðanir eins og aðrir og að oftar en ekki litar það fréttamat þeirra og stundum alveg heilmikið (sérstaklega ef þeir búa ekki við neitt aðhald frá fréttaneytendum heldur geta bara þegið sín laun óháð frammistöðu í starfi). Hinn hlutlausi fréttamaður er ekki til. Hins vegar eru sumir fréttamenn sanngjarnari en aðrir og þar má gera upp á milli. 


mbl.is Huffington Post rekur Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sannarlega rétt hjá þér.  Fréttamönnum er fyrirmunað að fjalla um mál nema þeir hafi sjálfir hagsmuna að gæta í því.

Krímer (IP-tala skráð) 9.12.2015 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband