Þegar óvopnað fólk er brytjað niður

"Sala á byssum eykst í Bandaríkjunum í hvert skipti sem skotárás sem vekur athygli á sér stað."

Það er ekkert skrýtið.

Það sem er skrýtið er að viðbrögðin við því að óvopnað, saklaust fólk er skotið niður eru þau að: Afvopna fólk enn frekar!

Lögreglan getur ekki verið viðstödd allt, alltaf. Úti um allan heim eru á ferli menn sem útvega sér skotvopn með einum eða öðrum hætti og nota til að drepa saklausa borgara. Hvernig á að verjast þeim? Með því að afvopna fórnarlömb þeirra? Með því að stinga þeim borgurum í steininn sem vilja geta varið sig? Með því að herða löggjöfina þannig að eingöngu siðlausir glæpamenn geti útvegað sér byssu?

Þetta er allt svo öfugsnúið. Glæpamenn virða ekki lög um skotvopn. Þeir krækja sér í byssur og nota þær. Þeir sem líða fyrir skotvopnalögin eru hinir saklausu og löghlýðnu. 


mbl.is Byssusala snareykst eftir árásir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband