Náttúruvernd og jöfnuður eiga samleið

Umhverfisvernd vinstrimanna felst í því að ríkið stjórni landi og gæðum og láti hvort tveggja í friði, auk þess sem orkuöflun með "óæskilegum" orkugjöfum er skattlögð ríkulega og heft með ýmsum hætti. Vinstrimenn berjast fyrir alþjóðalögum í formi Kyoto-samkomulagsins, takmörkunum á gas-, kola- og olíunotkun og sleppa aldrei tækifæri til að boða aukin afskipti af hinum frjálsa markaði í nafni umhverfisverndar.

Það er því ánægjulegt að sjá náttúruvernd (að hætti vinstrimanna) slegið saman við "jöfnuð" þegar vinstrimenn lýsa stefnumálum sínum. Staðreyndin er nefninlega sú að aðför að orkuöflun og takmarkanir á aðgengi ódýrustu og hagkvæmustu orkugjafanna jafngildir því að hella sandi í bílvél; hagkerfið hægir á sér þegar stækkun þess er gerð erfiðari. Þegar hægist á hagkerfinu þá dregst auðsköpun saman - færri ná að vinna sig upp og enn færri vinna sig mjög hátt upp. Þeir ríku hætta að verða ríkari eða verða það mun hægar, og þeir fátæku hætta að verða ríkari eða verða það mun hægar. Tekjumunur ríkra og fátækra dregst saman að meðaltali þegar klifrið upp á við þyngist, og jöfnuður eykst.

Náttúruvernd vinstrimanna á góða samleið með því markmiði að auka jöfnuð. Gallinn er sá að baráttan bætir ekki hag neins, en svoleiðis pjatt er í sjálfu sér ekki markmið vinstrimannanna. Hið mikilvægasta er að útjafna tekjur manna, en ekki auka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Nei, í raun ekki, og var það heili punkturinn. Ég þarf e.t.v. að koma orðum öðruvísi að honum næst.

Geir Ágústsson, 15.5.2007 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband