Ná Sjálfstæðismenn og Samfylking saman?

Mikið var nú gott að sjá Sjálfstæðisflokkinn bæta við sig. Örlítið meira fylgi til hans og örlítið fleiri dauð atkvæði og hann hefði sennilega átt möguleika á hreinum meirihluta, en svo gott varð það því miður ekki.

Ég er minnst ósáttur við Sjálfstæðisflokkinn af öllum flokkum. Þess vegna er gott að sjá að hann mun næstum því örugglega vera með í næstu ríkisstjórn. Ég er hins vegar mjög ósáttur við Framsóknarflokkinn. Stjórnin hélt velli, en nú er meirihlutinn bara upp á einn mann. Þegar um flokk eins og Framsókn er að ræða, þar sem menn skipta oft um skoðun, fara í fýlu og láta kjánalega þá er það ekki sérstaklega gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Ég væri til í stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Því miður er sá möguleiki frekar daufur, m.a. af eftirfarandi ástæðum:

  • Ingibjörg Sólrún þolir ekki Sjálfstæðisflokkinn og Sjálfstæðismenn þola hana ekki. Hún yrði því afar erfið í stjórnarmyndunarviðræðum.
  • Stór hluti af þingflokki Samfylkingar eru gamlar kempur úr A-flokkunum og eldrauðir inn við beinið. Þessir einstaklingar (fyrst og fremst karlmenn) munu ekki ráða við að stjórna ráðuneytum og vera seinir til að kjósa með skattalækkunum og einkavæðingum. Í besta falli væri hægt að fá þá til að sitja hjá þegar mikið liggur við í frjálsræðisbaráttunni.
  • Hægri-kratarnir eru kúgaður hópur í Samfylkingunni. Þeir Samfylkingarmenn sem kusu með álverum og orkuverum og skattalækkunum á sínum tíma hafa verið bundnir niður með reipum pólitísks rétttrúnaðar og því ólíklegir til að styðja frekari skattalækkanir og einkavæðingar (og hvað þá orkuframkvæmdir) nema með valdi (eða með gylliboðum um að fá völd).

Málefnalega eru Framsókn og Samfylking ekki mjög fjarri hvor öðrum (ef landbúnaðarstefnan er undanskilin), og sennilega gætu Sjálfstæðismenn alveg stjórnað Samfylkingunni með vel völdum ráðherrastólum ef út í það er farið. Gallinn er sá að þingflokkur Samfylkingarinnar samanstendur meira og minna af gömlum kommúnistum og sósíalistum og margir eru svarnir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins til margra ára.

Samfylkingunni vantar sennilega kynslóðaskipti til að verða samstarfsfær fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband