Nýr speni á ríkisgyltunni fæðist

Svo virðist sem nýr speni á ríkisgyltunni sé fæddur eða oxinn út. Af gömlum spenum má nefna:

  • Almenn fáfræði Íslendinga þegar kemur að vali á miðakaupum á lista- og menningarviðburði.
  • Almenn fáfræði Íslendinga þegar kemur að því að kunna meta íslenskar landbúnaðarafurðir.
  • Óvitaskapur Íslendinga í lagningu vega, smíði brúa og borun jarðganga.
  • Getuleysi Íslendinga til að útvega peninga til menntunar og heilbrigðisþjónustu án milliliðsins Ríkisins sem sér um að útvega peningana frá hinum getulausu (og í leiðinni segja þeim að einhver annar sé að borga meira).

Nýr speni á ríkisgyltunni hefur vaxið út, a.m.k. fyrir grísina Stór Ríkisfyrirtæki. Speni sá er að ætla sér að komast "í hóp þeirra X" t.d. "stærstu" eða "bestu". Fréttin sem hnýtist við þessa færslu er annað dæmið af tveimur stórum um ágang á þennan spena. Hitt er Háskóli Íslands, sem ætlar sér ekki að komast upp í hóp 500 bestu háskóla heims, heldur þeirra 100 bestu! Þetta er ekki lítill metnaður! Metnaður sem er í engum tengslum við raunveruleikann. Metnaður sem hefur eitt og aðeins eitt markmið: Að ná til sín meira fé úr vösum landsmanna án þess að spurja landsmenn eða bíða eftir samþykki þeirra.

Nýr speni á ríkisgyltunni hefur fæðst. Sá speni er dulbúinn sem metnaður en er í raun ekkert annað en gamla góða harmkvæl ríkisstofnunar í leit að auknu fé úr sjóðum ríkisins, enda vonlaust að ætla sér að neytendur, skjólstæðingar og viðskiptavinir séu tilbúnir til að fjármagna þvæluna! 


mbl.is LSH komist í hóp fimm bestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband