Skiljanleg mótmæli en byggð á misskilningi

Á Vísir.is er nú minnst á mótmæli danskra reykingamanna gegn fyrirhuguðu banni á reykingum í húsnæði yfir 40 fermetrum og almenningur hefur aðgang að (til að snæða eða drekka), nema í húsnæðinu sé sérstakt reykingaherbergi. Í fréttinni segir að með fyrirhuguðu banni telji reykingamenn vera brotið á rétti sínum. Ég skil vissulega gremju þeirra, en ef fréttin er rétt þá eru mótmælin byggð á misskilningi. Lögbann á reykingum í húsnæði í einkaeigu er ekki brot á rétti gestanna sem villast inn á það (oft, að því er virðist, í þeim tilgangi að kvarta yfir loftinu þar), heldur brot á rétti húsnæðiseigenda og í raun afnám einkaeignarréttarins.

Reykingamennirnir dönsku munu ekki hafa neitt upp úr því að mótmæla. Þeir hafa þegar tapað baráttunni fyrir hinni pólitísku rétthugsun. Því miður.

Uppfært: Nú er mbl.is einnig með frétt um mótmælin.


mbl.is Reykingamenn mótmæla í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband