Þverpólitísk sátt veit ekki á gott

Þegar stjórnmálamenn úr öllum flokkum verða sammála um eitthvað veit það yfirleitt ekki á gott. Yfirleitt er aldrei þverpólitísk samstaða um neitt á Íslandi nema hærri skatta, aukin útgjöld og fleiri boð og bönn.

Eftir 2 ár við völd tekur ríkisstjórnin núna "fyrsta skref" við afnám gjaldeyrishafta. Það er lélegur árangur og ákveðið hættumerki um lítinn viljastyrk í málinu.

Fyrsta skrefið er tekið með þverpólitískri sátt. Það næsta hættumerki. Þegar boð og bönn hafa verið sett eða á þeim hert tekur oft langan tíma að taka skrefið til baka eða skref út úr bannumhverfinu.

Þriðja hættumerkið er skortur á dagsetningum á "næsta skrefi", nema eitthvað hafi farið framhjá mér.

Fjórða hættumerkið er að kosningar til Alþingis eru eftir lítil tvö ár. Ef höftin yrðu tekin úr sambandi strax í dag er fyrirsjáanlegt að einhver óþægindi fylgi því, t.d. í formi lækkandi gengis og hærri verðbólgu sem kallar á hærri vexti. Tvö ár eru ekki mikill tími til að láta afleiðingar hafta ganga yfir og kannski ekki nægur til að koma á eðlilegu ástandi í hagkerfinu og þar með gefa ríkisstjórnarflokkunum tíma til að herja á kjósendur. Það er því hætta á að engin fleiri skref verði tekin á þessu kjörtímabili, og að hin hertu boð og bönn standi því óhögguð næstu 2 árin og jafnvel lengur.

Ég sé margar ástæður til að vera tortrygginn á meint afnám hafta. Ég óttast að kverkatak haftanna hafi verið varanalega hert. 


mbl.is Hert á höftum til að losa um höft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband