Hvernig á EKKI að efla hagkerfi

Japanir fylgja nú í smáatriðum eftir fyrirmælum um það hvernig á EKKI að efla hagkerfi.

Japanir, eins og svo margir aðrir, góna á alla tölfræði eins og hún sé einhvers konar raunveruleg lýsing á því sem er að gerast. Menn hafa túlkað "verðhjöðnun" undanfarin mörgu ár sem einhvers konar sjúkdómseinkenni hins japanska hagkerfis. Það er rangt, eða eins og segir á einum stað:

[A]n economy's growth is not easily or accurately measured with a calculation based on the dollar amount of money spent on goods. Not only are statistical indices like GNP and GDP inaccurate, they are unneeded as far as observing real economic growth.

Á sama stað er svo komist að eftirfarandi niðurstöðu (feitletrun mín): 

Despite conventional opinion, Japan's economy has not been stagnant; it has in fact been growing in real terms — although not in monetary terms. The crucial point is that monetary changes do not necessarily reflect real changes. Japan's GDP growth has been slow because money-supply growth has been slow; it is mainly money growth which drives GDP numbers. Therefore, going forward, we must try to observe real economic growth — the production of real goods and services — instead of just GDP. Seeing things in the correct light allows us to recoup Japan's lost decades, which weren't really lost.

Athyglisvert, ekki satt?

Japanir láta sér samt ekki nægja að góna á tölfræðina. Þeir láta tölfræðina ýta sér út í allskonar vitleysu. Sú stærsta er að hefja stórkostlega aukningu á peningamagni í umferð. Að sögn á slík aðgerð að "efla útflutning" með því að gjaldfella gjaldmiðilinn, og það á að vera gott markmið í sjálfu sér. Að vísu drepur það allan áhuga almennings á að spara og leggja fyrir og framboð af lánsfé til fjárfestinga á markaðsvöxtum minnkar stórkostlega (í staðinn verða nýprentaðir peningar notaðir). Verðlag hækkar og kaupmáttur launafólks lækkar. Allar viðskiptaáætlanir fara að byggjast á vöxtum sem eru lægri en þeir ættu að vera og bólur byrja að vaxa í ýmsum greinum, en aðallega þeim sem krefjast mikils fjármagns. 

Til að bæta gráu ofan á svart á að hækka skatta til að fjármagna hallarekstur alltof stórs ríkisvalds. Ættum við ekki að kalla það rothöggið á efnahaginn?

Ég vona að Japanir sjái að sér sem fyrst. Ríkisvaldið þar á eftir að gleypa allt hagkerfið og síðan samfélagið ef það fær svigrúm til að skuldsetja sig eins og það vill, og drepa gjaldmiðilinn í leiðinni. 

mbl.is Hægir á hagvexti í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband