Langmikilvægasta baráttumál hægrimanna: Losna við SÍ

Langmikilvægasta baráttumála hægrimanna á Íslandi í dag er að losna við Seðlabanka Íslands og koma íslenska ríkinu alveg úr framleiðslu peninga, og fá ríkið til að afnema öll lög á hvaða gjaldmiðla eða peninga má eða má ekki nota á Íslandi. Val á peningum eða gjaldmiðlum á að vera algjörlega í höndum hvers og eins. 

Meira að segja einkavæðing heilbrigðis- og menntakerfisins er ekki eins mikilvægt baráttumál. Losun á taki ríkisins á menntakerfinu má samt fara að hefjast sem fyrst.

Eitt er að ríkið leggi á alltof þunga skatta til að fjármagna alltof þungt ríkisvaldið. Hitt er að ríkið fikti með hver ein og einustu viðskipti með því að vera sífellt að hræra í peningunum, kaupmætti þeirra, magni í umferð, bindiskyldu banka sem njóta innistæðutrygginga hins opinbera, og hvaðeina. 

Háum sköttum er auðvelt að mótmæla. Ósýnilegum verðbólguskattinum er erfiðara að mótmæla því hann er torskilinn og mörgum nánast alveg dulinn. Margir halda að "verðbólga" sé eins og lægðardrag sem kemur yfir landið með regni og óveðri, sama hvað hver segir. Svo er ekki. Verðbólga er stjórntæki sem stundum lætur illa af stjórn. 

Þessar vikurnar er ég að lesa stórt og mikið rit um sögu hagfræðinnar, þá aðallega í Evrópu, og finnst gríðarlega fróðlegt. Ég hef lært að þeir sem vilja að ríkið sjái um og skipti sér af peningaútgáfu hafa verið þeir sem hafa óskað eftir stóru og sterku ríkisvaldi, og hafa talið hagsmuni þess og konungsins (og eigin veskis) vera mikilvægari en þegnanna. Eða eins og einn maður sagði í Frakklandi á 17. öld:  Listin við skattlagningu er að haga henni þannig að plokka eins mikið af fjöðrum gæsarinnar og hægt er með sem minnstu gargi.

Verðbólga er ein leið til að ná því markmiði. Hana þarf að enda. Það verður bara gert með því að koma ríkisvaldinu alveg út úr framleiðslu peninga og umsjón með þeim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband