Falskt góðæri til atkvæðakaupa

Seðlabanki Ástralíu  hefur lækkað stýrivexti bankans í 2,5% og hafa þeir aldrei verið lægri frá því bankinn var stofnaður árið 1959. Voru vextirnir lækkaðir um 0,25%. Þingkosningar fara fram í landinu í byrjun september.

Yfirvöld í Ástralíu vinna nú að því að rýra kaupmátt gjaldmiðils síns svo kosnir stjórnmálamenn eigi meiri möguleika á endurkjöri.

Þetta eru slæmar fréttir fyrir marga hópa í Ástralíu, t.d. þá sem lifa á föstum tekjum (eftirlaunaþegar, bótaþegar, launafólk víða), þá sem eiga sparnað, þá sem hafa lánað öðrum fé og alla sem þurfa að gera áætlanir með peninga.

Peningaprentunin bætir samt hag sumra, t.d. þeirra sem fá fyrstir hina nýju peninga í hendurnar og geta eytt þeim á hinu gamla verðlagi, þ.e. áður en aukið peningamagn þenur út allt verðlag. Einn þessara aðila er ríkisvaldið, sem getur nú ráðist í framkvæmdir með hinu nýja fé og látið allt líta vel út, eða eytt í stuðning við ýmsa þrýstihópa.

Röksemdin fyrir rýrnun gjaldmiðilsins er ekki ný á nálinni, eða eins og segir í fréttinni þegar vitnað er í einhvern ráðherrann:

Ástralska hagkerfið eru vaxið aðeins hægar en víða annars staðar á síðasta ári.

Þarna er raunverulegum vexti í hagkerfinu ruglað saman við Excel-skjalið sem mælir bara vöxt þegar peningastærðir stækka. Skítt með það þótt vöxtur peningastærðanna komi niður á sparnaði, kaupmætti almennings og öllum áætlanagerðum í hagkerfinu. Með því að prenta peninga er hægt að búa til "vöxt" í Excel og selja hann til kjósenda. Flestir trúa því nefnilega að aukning á magni peninga í umferð sé aukning á dóti til sölu eða aukning á fjárfestingu.

Því er einnig haldið fram að með því að rýra gjaldmiðilinn megi "styrkja útflutning", sem á svo að auka flæði erlends gjaldeyris inn í landið og bæta hag almennings. Sami almenningur þurfti samt að taka á sig skell í lífskjörum þegar kaupmáttur launa hans var rýrður. "Gróðinn" af auknum innflutningi er því í besta falli það sem hægt væri að kalla "að koma út á sléttu", að ógleymdum sparnaðinum sem gufaði upp. Þetta er hagfræðivilla sem hefur verið á reiki síðan á síð-miðöldum og er alveg kominn tími á að aflífa.

Þess er e.t.v. langt að bíða þar til seðlabankarekstur hins opinbera heyri sögunni til á heimsvísu. Á meðan þurfum við launþegar að búa okkur undir framtíð þar sem engar innistæður eru fyrir lífeyrissparnaði okkar og vinna til dauðadags er óumflýjanleg. Þannig er jú hægt að koma á "hagvexti" og tryggja leiðtogum okkar ítrekað endurkjör í kosningum!


mbl.is Lækkuðu stýrivexti í 2,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lækkun stýrivaxta er ekki peningaprentun. Segja mætti frekar að lækkun stýrivaxta sér andstæða peningaprentunar þar sem vextir umfram hagvöxt er hrein peningaprentun. Þegar vextir eru umfram hagvöxt er verið að búa til peninga sem engin verðmæti standa á bakvið. Háir vextir kalla á verðminni gjaldmiðil og hærra verðlag eins og Íslensk hagstjórn hefur margoft sýnt en trúir ekki enn.

Oddur zz (IP-tala skráð) 6.8.2013 kl. 17:52

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Oddur,

Hvernig ætlar ríkisvaldið að "lækka vexti" ef ekki með aukningu á framboði lánsfjár? Hafa þeir fundið upp einhverja aðra aðferð þarna í Ástralíu?

Svona lýsir bankinn þessu sjálfur:

"The Reserve Bank sets the target 'cash rate', which is the market interest rate on overnight funds. It uses this as the instrument for monetary policy, and influences the cash rate through its financial market operations."

http://www.rba.gov.au/monetary-policy/int-rate-decisions/index.html

Geir Ágústsson, 7.8.2013 kl. 04:53

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Einnig, á öðrum stað:

"The primary tool of monetary policy is open market operations. This entails managing the quantity of money in circulation through the buying and selling of various financial assets, such as treasury bills, government bonds, or foreign currencies. Purchases of these assets result in currency entering market circulation (while sales of these assets remove money from circulation).

Usually, the short term goal of open market operations is to achieve a specific short term interest rate target. In other instances, monetary policy might instead entail the targeting of a specific exchange rate relative to some foreign currency, the price of gold, or indices such as Consumer Price Index."

http://en.wikipedia.org/wiki/Money_creation

Ég hef ekki séð miklar pælingar um "vexti umfram hagvöxt" en þætti vænt um ítarefni á bak við þær.

Þess má geta að háir vextir íslensku krónuna gerðu það eitt að verkum að erlent lánsfé, sem var á mun lægri vöxtum, leit mun meira aðlaðandi út, og gjaldeyrir á lánum streymdi inn í landið. Bæði gerðist það að erlendir seðlabankar héldu vöxtum of lágum, og sá íslenski hélt þeim háum. Hvernig væri að leggja þá alla niður svo við brennum okkur ekki á mistökum þeirra aftur?

Geir Ágústsson, 7.8.2013 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband