Ríksgyltan mismunar grísunum sínum

Þeir sem eru svo óheppnir að þurfa treysta á ríkisgyltuna fyrir framfærslu lifa í óvissum heimi. Gríslingarnir eru heldur ekki meðhöndlaðir á sama hátt. Sértu grís í "tísku", t.d. kynjafræðingur að mennt, máttu eiga von á fínum stól við fínt borð til að sinna áhugamáli þínu. Sértu bara "venjulegur" grís, til dæmis hjúkrunarfræðingur, máttu eiga von á því að lenda í Excel-skjali sem segir að þú "getir" alveg unnið aðeins meira fyrir aðeins minna, enda engin flóttaleið fyrir þig því enginn annar getur ráðið þig í vinnu nema ríkið.

Sumir grísir fitna þessi misserin og aðrir eru að svelta til dauða. Oftar en ekki er mikilvægi gríslings í öfugu hlutfalli við umbunina. Sértu "sérfræðingur í Evrópusambandinu" eða sprenglærður "kynjafræðingur" eða "hagfræðingur" frá Háskóla Íslands fer örugglega vel um þig hjá ríkisgyltunni. Sértu lögregluþjónn eða sjúkraliði ertu örugglega að horfa á rýrnandi kaupmátt launa þinna og vaxandi myglusvepp á vinnustað þínum.

Ríkisgyltan er harður húsbóndi. Ég vona að hún einkavæði sem mest frá sér svo aðrir húsbændur komist að og geti keppt um starfsfólk og viðskiptavini á forsendum markaðslögmála.  


mbl.is Læknar segja heilbrigðiskerfið molna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband