Vonandi meira en aðstoðarmaður

Gísli Freyr Valdórsson, stjórnmálafræðingur og blaðamaður, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráherra.

Þetta þykja mér vera góðar fréttir. Ég þekki að vísu Gísla ekki í eigin persónu, en hef fylgst með skrifum hans og þykist vita að þarna sé gallharður hægrimaður á ferð, sem liggur ekki á skoðunum sínum.

Ekki veit ég hvernig starfslýsingin lítur út fyrir "aðstoðarmann ráðherra", en vonandi er það blanda af ýmsum ritarastörfum og ráðgjafastörfum. Honum er vonandi gert að sía fréttirnar fyrir því sem máli skiptir og aðstoða ráðherra í að móta sér stefnu og skoðanir í einstaka málum. Ég held að Gísli eigi eftir að standa sig vel í því hlutverki. Að auki væri gott ef hann gæti prentað út útgáfu Vefþjóðviljans daglega og lagt efst á leslista ráðherra. 

Fleiri ráðherrar ríkisstjórnarinnar mættu taka sér Hönnu Birnu til fyrirmyndar og ráða sér til aðstoðar harða nagla af hægrivængnum. Ef það er eitthvað sem ríkisstjórnin má ekki við þá er það að kikna í hnjánum þegar vinstrikórinn gerir hróp að þingmönnum sem reyna að losa hlekkina af hálsi hins íslenska samfélags og hagkerfis. Íslenska hagkerfið er að sligast undan ríkisafskiptum, bæði þeim í dag og þeim er búið að lofa í framtíðinni, og mikilvægt að standa fast á sínu til að snúa skútunni í rétta átt. 


mbl.is Gísli aðstoðar Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Þú ert nú illa marineraður miðað við marga slæma hægra megin við spillinguna, maður minn. - Þvílíkur blá-bjáni geturðu verið.

Már Elíson, 5.8.2013 kl. 13:03

2 identicon

„Gallharður hægrimaður á ferð, sem liggur ekki á skoðunum sínum“, skrifar Geir Ágústsson. Eiga þetta að vera meðmæli með manninum?

Fyrir örfáum árum lögðu gallharðir hægrimenn, sem lágu ekki á skoðunum sínum, Ísland í rúst. Geir Haarde grýtti hundruðum milljarða króna í gjaldþrota banka og hundruðum milljarða í eigendur peningamarkaðssjóða.

Davíð Oddsson tæmdi Seðlabankann og veit ekki einu sinni hvað varð um um peningana. Allt samkvæmt efnahags- og fjármálastefnunnar HHG, sem Davíð Oddsson gerði að ríkistrú.

Og núna kemur Geir Ágústsson og grenjar eftir meiru af því sama.

Er ekki allt í lagi með þessa sjallabjálfa?

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.8.2013 kl. 13:32

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér sýnist einhverjir hafa villst af leið á leið sinni á athugasemdakerfi DV.

Geir Ágústsson, 5.8.2013 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband