Dæmi um raunverulegan niðurskurð

Hún er gleymd sú gamla speki að útgjöld eigi að vera minni en tekjur. Núna er talað um "niðurskurð" þegar verið er að hægja á aukningu útgjalda. Talað er um að "herða beltið" með því einu að frysta núverandi útgjöld. Talað er um að "skera niður að beini" ef nokkrir starfsmenn af mörg þúsund fá uppsagnarbréf.

Sú var tíð að stjórnmálamenn vissu hvernig átti að koma ríkisvaldinu úr vegi fyrir bata í hagkerfi. Hérna má lesa dæmi um slíkt (frá Bandaríkjunum).

The economic situation in 1920 was grim. By that year unemployment had jumped from 4 percent to nearly 12 percent, and GNP declined 17 percent. ...

Instead of "fiscal stimulus," Harding cut the government's budget nearly in half between 1920 and 1922. The rest of Harding's approach was equally laissez-faire. Tax rates were slashed for all income groups. The national debt was reduced by one-third. 

Takið eftir: Útgjöld ríkisins voru helminguð á tveimur árum! Allir skattar voru lækkaðir og skuldir hins opinbera greiddar verulega niður. Seðlabankinn hélt að sér höndum. 

En hvaða afleiðingar hafði þessi umtalsverði niðurskurður á stærð hins opinbera?

 By the late summer of 1921, signs of recovery were already visible. The following year, unemployment was back down to 6.7 percent and it was only 2.4 percent by 1923.

Afleiðingin var hraður efnahagsbati.  

Áratug seinna skall aftur á kreppa í sama landi. Þeirri kreppu var mætt með hafsjó af "nútímalegum" aðferðum til að berjast við kreppu. Niðurstaðan var kreppa í 15 ár. 

Hvað geta menn lært af þessu? Þá, að ef ríkið reynir að eyða sig út úr kreppu (t.d. með peningaprentun eða skuldsetningu eða hvoru tveggja), eða dregur ekki nógu hratt saman seglin, þá er afleiðingin viðvarandi og framlengd kreppa. 


mbl.is Obama endurgreiðir laun sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Frábært hjá þér að minna aftur á gleymdu kreppuna. Hagfræðingar nútímans þyrftu nánast allir að fara í endurmenntun og kynna sér hana í þaula, sömuleiðis þyrfti að hafa sérstakan áfanga í hagfræði í háskólum heimsins um hvernig Harding fór að þessu og um skaðsemi stórs opinbers bákns.

Raunar þarf næsta umræða að vera um það hvort skattheimta samræmist eignarréttarákvæðum stjórnarskráa vestrænna ríkja.

Eignarréttur varinn af stjórnarskrá er afskaplega holur ef stjórnmálamenn geta skattlagt eigur fólks að vild - setja þarf skýrt þak á heimildir stjórnmálamanna til að taka eigur fólks af því með skattheimtu og öðrum opinberum álögum.

Enginn spyr stóru spurningarinnar í dag: Hvenær hættir skattheimta að vera skattheimta og verður að löglegum þjófnaði - eignaupptöku?

Það er ekkert sem stoppar stjórnmálamenn í eignaupptöku, þetta sjáum við víða í hinum Vestræna heimi, almenningur á t.d. Írlandi þarf að bera ábyrgð á illa reknum bönkum og litlu munaði að almenningur á Íslandi yrði látinn bera ábyrgð á íslensku bönkunum (hér stoppaði almenningur það af - ekki stjórnmálamenn). Kýpur er sennilega nýjasta dæmið þar sem innistæðueigendur fá að blæða. 

Má mismuna fólki eftir því hve mikið það á með mismunandi skattprósentu? Heimilar stjórnarskráin það? Heimilar stjórnarskráin að fólk vinni marga mánuði á hverju ári fyrir aðila sem fólk vill kannski ekki greiða krónu til og hefur ekki samið um að greiða til? Heimilar stjórnarskráin sumum að taka af eigum annarra? Er skattheimta ekki löglegur þjófnaður?

Mér finnst svarið blasa við!

Helgi (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 11:15

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi og takk fyrir athugasemdina.

Á einum stað segir:

"DiLorenzo’s Fourth Law of Government is that politicians will only take the advice of their legions of academic advisors if the advice promises to increase the state’s power, wealth, and infl uence even if the politicians know that the advice is bad for the rest of society."

(Organized Crime: The Unvarnished Truth About Government, bls. 10; http://mises.org/document/6985/Organized-Crime-The-Unvarnished-Truth-About-Government)

Sögulega hafa ríkisstjórnir alltaf fundið leiðir til að "túlka" sig framhjá hindrunum í stjórnarskrá, og beitt til þess ýmsum ráðum. Stundum hunsa þeir einfaldlega stjórnarskrárákvæði og vona að enginn segi neitt eða geri a.m.k. ekki neitt. Stjórnarskrár geta jafnvel orðið að yfirhylmingu fyrir ríkisafskipti sem þær eiga í raun að banna, t.d. vegna ákvæða um "almannahagsmuni".

Eina ráðið að því er mér virðist er að efla upp aukna tortryggni meðal almennings gagnvart ríkisvaldinu. Fleiri þurfa að líta á ríkisvaldið sem illkynja krabbaheim á samfélaginu. Sumir munu kalla það "illa nauðsyn" en það er a.m.k. skárra hugarfar en "frábær stofnun starfrækt af englum".

Geir Ágústsson, 6.4.2013 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband