Hugrekki í pólitísku óveðri

Stjórnendur Síldarvinnslunnar hf. eru hugrakkir. Þeir eru að kaupa skip og endurnýja flotann sinn í miðju pólitísku óveðri. Þetta óveður gæti endað á morgun með að allar aflaheimildir Síldarvinnslunnar verði þjóðnýttar, settar "á uppboð" og leigðar til einhverra allt annarra. Lögfræðingar Síldarvinnslunnar fá þá nóg að gera. Sjómenn Síldarvinnslunnar missa vinnuna.

En kannski vita eigendur Síldarvinnslunnar eitthvað sem ég veit ekki, eða eru að lesa í íslensk stjórnmál á ákveðinn hátt. Þora þeir að endurnýja og fjárfesta af því þeir halda lífinu í heilu bæjarfélagi og vita að hvort sem þjóðnýtingar eiga sér stað á aflaheimildum eða ekki þá fá þeir að halda sínu og jafnvel gott betur en það? Það væri ekki vitlausara veðmál en hvað annað. 

Staðreyndin er samt sú að flestar útgerðir halda að sér höndum og reyna að fresta öllum fjárfestingum á meðan pólitíska óveðrið gengur yfir (en það gerist væntanlega ekki fyrr en eftir næstu Alþingiskosningar). Útgerðin er sem betur fer búin að fjárfesta mikið í góðum græjum á seinustu árum, en á meðan hún étur upp þær fjárfestingar verða möguleikar hennar til framtíðar til að skapa verðmæti verri og rýrari.

Þeir sem hafa séð kvikmyndina Independence Day ættu að kannast við eftirfarandi lýsingu á vondu geimverunum og ættu að geta heimfært hana upp á íslenska vinstrimenn (eða vinstrimenn almennt):

They attack planets, use up the resources, kill the life forms, then move on.

Vel orðað!


mbl.is Nýtt skip bætist í flotann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Sigurbjörnsson

Menn hafa áður fjárfest með bjartsýnina eina að vopni

Brynjólfur Sigurbjörnsson, 7.2.2012 kl. 17:02

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Hverjir haldið þið að stjórni þessu landi??????? Það eru auðvita auðvaldið og embættismenn! Og þeir eru auðvita búnir að redda þessu öllu saman. Ég var alltaf sannfærður um að sjómenn og útgerðarmenn myndu sækja fiskinn áfram.

Helgi Þór Gunnarsson, 7.2.2012 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband