Brjálað að gera hjá sérstökum

Er brjálað að gera hjá sérstökum saksóknara? Hann er a.m.k. með fjöldan allan af einstaklingum á rannsóknarlista sínum og heldur þeim þar í fleiri misseri án þess að nokkuð gerist. Hann er með nefið ofan í bókhaldi fyrirtækja, minnimiðum mörg ár aftur í tímann og eflaust margt fleira.

Og núna gefur hann til kynna að lífeyrissjóðirnir verði bráðum rannsakaðir.

Það hlýtur að vera auðvelt að vera yfirmaður ríkisstofnunar sem þarf ekki að sýna fram á neinn árangur (þótt ekki nema það að taka menn af athugunarlista embættisins) og getur í sífellu þanið út verkefnalista hennar. Það tryggir aukin framlög úr vösum skattgreiðenda við næstu úthlutun þaðan. Þeir sem mótmæla verða væntanlega sagðir "á móti því" að "gera upp hrunið" og "ná fram réttlæti".


mbl.is Munu skoða lífeyrissjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég er orðinn dauðhræddur um að við fáum ekkert réttlæti vegna þessa hruns. Exeter málið er sennilega ávísun á það sem koma skal, hér virðast flestir dómarar engan veginn ráða við efnahagsbrot. Vissulega er þau flókin en við embættið starfar her manna sem hefur verið við störf árum saman.

Nú er sérstakur búinn að starfa í um 3 ár og ég man ekki betur en hann hafi lofað því fyrir nokkrum mánuðum að ákærur færu að birtast. Svo heyrist hvorki hósti né stuna varðandi það hvort hann ætli sér algerlega að líta framhjá þætti endurskoðenda. Er ekki eitthvað bogið við ársreikning fyrirtækis sem fer fyrirvaralaust á hausinn?

Af hverju eru Össur og Árni Þór ekki rannsakaðir fyrst Baldur G. var rannsakaður? Sérstakur er búinn að loka inni nokkra bankamenn tímabundið en svo gerist ekkert í framhaldi af því? Hvers konar vinnubrögð eru það? Á bara að rannsaka út í hið óendanlega en ekki ljúka neinum málum með frávísun eða ákærum?

Sérstakur verður að fara að skila einhverju og sanna fyrir þjóðinni að starf hans og hans manna sé ekki bara einhver atvinnubótavinna. Ef hann fær þá sem brutu af sér sakfellda verður auðveldara fyrir hann að sækja sér meira fé. Ég hef hins vegar minnkandi trú á sérstökum og hans embætti. Verkin verða að tala. Dómsmálaráðherra verður að eiga gott samtal við manninn og jafnvel leita að öðrum hæfari í starfið. Má ekki auglýsa starfið og sjá hverjir sækja um? Það setur þrýsting á hann að gera eitthvað annað en loka menn inni svo hann fái athygli.

Það er ansi mikið til í því sem þú segir, því miður.

Helgi (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband