Hagspá í skugga gjaldeyrishafta

Ný þjóðhagsspá Hagstofu Íslands gerir ráð fyrir að landsframleiðslan aukist um 2,3% árið 2011 miðað við síðasta ár, og um 2,9% árið 2012.

 

Mér finnst menn vera kaldir að þykjast geta búið til "þjóðhagsspá" í skugga gjaldeyrishafta. Allt sem mælist til innflutnings er vanmetið í kostnaði fyrir "þjóðarbúið" (krónan er niðurgreidd með lánuðum gjaldeyrisforða), ýmis konar framkvæmdir eru ofreiknaðar (nútímaleg hagfræði er hreinlega hönnuð þannig) og áhrif skattahækkana, vaxandi regluverks og annarra letjandi og fjármagnssvæfandi aðgerða ekki tekin með í reikninginn (enda er ekki hægt að setja slíkt í tölur - hér er um atferlisatriði að ræða þar sem atferlið er fyrirfram þekkt* en tölulegar afleiðingar þess ekki).

Snögg yfirferð á þjóðhagsspánni (svokölluðu) er næg til að skjóta allt þetta skjal niður:

  • Talað er um vaxandi kaupmátt launatekna sem muni leiða til vaxandi einkaneyslu. Dettur einhverjum í hug að taka slíkt trúanlegt í skugga gjaldeyrishafta?
  • Ríkisreksturinn á að dragast saman um 4% að raunvirði árið 2011 skv. spánni. Er ríkið ekki að lofa öllu fögru þessa dagana til að múta verkalýðsfélögum til að skrifa undir 3ja ára kjarasamninga? Er bótakerfið ekki að þenjast út sem aldrei fyrr? Það getur vel verið að ríkið dragist saman um 4% en einkageirinn er að dragast enn hraðar saman svo niðurstaðan er stærra ríki ofan á minni verðmætaskapandi einkageira.
  • "Óvissuþættir í spánni eru fjölmargir" segir berum orðum. Þetta er sennilega með því fáa sem er hægt að taka mark á í þessari völvuspá.

Síðan ríkisstjórnin tók við hefur hún endurtekið vanmetið samdráttaráhrif skattahækkana og ofmetið "tekjuhlið" þeirra. Nýjasta þjóðhagsspá Hagstofu Íslands er sennilega bara framhald á þeim "spá"mistökum. Þessari skýrslu má stinga niður í skúffu og í stað hennar getur komið heilbrigð skynsemi og 272 bls. af öllu bitastæðara lesefni

 

* Dæmi: Hækkandi skattar leiða til þess að einstaklingar svæfa fjármagn, letja það eða flýja með það


mbl.is Spáir 2,3% hagvexti í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég varð alveg furðu lostinn þegar ég heyrði þetta. Mér dettur ekki í hug að trúa þessu, þegar skattar eru svona háir vex kakan ekki. Kaupmáttur er líka að dragast saman þannig að erfitt er fyrir fólk að versla vörur og þjónustu af fyrirtækjum. Af ASÍ fær í gegn þessar miklu hækkanir sem forysta ASÍ verður að ná í gegn ætli hún sér að sitja áfram fer verðbólgan af stað.

Ég held að þessi spá sé ekki pappírsins virði sem hún er skrifuð á.  

Helgi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 22:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Við skulum bara vona að menn hafi ekki prentað of mörg eintök út og látið nægja að vísa á heimasíðu Hagstofunnar.

Geir Ágústsson, 5.4.2011 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband