NEI-lögfræðirökin í örstuttu máli

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögfræðingur, var í Spjallinu með Sölva á SkjáEinum í gærkvöldi og útskýrði þar lögfræðirökin fyrir NEI á laugardaginn í örstuttu máli. Ég mæli eindregið með því að allir gefi sér 5 mínútur og 31 sekúndu til að horfa og hlusta:


mbl.is 54,8% ætla að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá henni að vera svona viss um sitt mál og vilja leggja nafn sitt sem lögfræðingur og sérfræðingur á línun afyrir þessum rökum, sem spæna gegn túlkun og framkvæmd allra þjóða EFTA og ESB.

En hún leggur sig í ansi mikla hættu er ég hræddur um,

http://www.visir.is/rangfaerslur-formanns-logmannafelags-islands-um-icesave/article/2011110409204

Jonsi (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 02:19

2 identicon

Þeir væru ekkert hræddir við að fara í mál við Íslendinga eins og hún segir, sjáið bara til.  Ef þeir vinna, þá vinna þeir, en ef þeir tapa fyrir íslenskum rétti þá er auðvelt að kenna íslenskri spillingu innan réttarkerfisins um tapið!

Hvað haldiði að það sé ekki ágætis kænskuleikur fyrir breta að sækja íslendinga fyrir íslenskum rétti, um lög sem voru skrifuð af evrópuríkjum og EFTA, og þekkja upphaflegan tilgang lagana best.  Enda munu íslenskir réttir leita álits EFTA um tilgang laganna.

Ebbi (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 02:25

3 identicon

Er þetta góður lögfræðingur?  Er hún að leita af starfi við að verja ísland fyrir rétti?  Gæti verið góður arður fyrir lögfræðinga það mál.

Ebbi (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 02:27

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Ebbi,

Heiðrún Lind er ein margra lögfræðinga sem hafa með málefnalegum hætti rökstutt af hverju NEI er skynsamlegasta valið á morgun. Dylgjur þínar um hennar ásetning eru úr lausu lofti gripnar. 

Túlkuna "allra þjóða og EFTA og ESB" segir þú, en það er einfaldlega röng fullyrðing (það að fullyrða eitthvað gerir það ekki satt). Í Noregi standa menn t.d. í þeirri trú að tilskipun ESB um innistæðutryggingar feli alls ekki í sér ríkisábyrgð á innistæðum. 

Geir Ágústsson, 8.4.2011 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband