Sign me up!

Stofnuð hafa verið samtökin ADVICE, sem segjast hafa það að markmiði að upplýsa, fræða og miðla upplýsingum um ástæður og mikilvægi þess að hafna beri Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl næstkomandi.

 

Frábært framtak! Sign me up!

Það er mikil nauðsyn fyrir samtök af þessu tagi. Áróðurinn fyrir Icesave-klafanum er svo gengdarlaus að það er engu lagi líkt. Flestir fjölmiðlamenn styðja vinstristjórnina, og flestir sem styðja vinstristjórnina styðja Icesave-mál hennar. Mótvægi er því nauðsynlegt.


mbl.is Stofna samtök gegn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Á nú að fara að blanda saman ríkisstjórninni og Icesave? Er ekki rétt að taka þá ESB með líka og framboð Ólafs Ragnars til forseta? Og sameiningu skóla í Reykjavík og skort á snjómokstri á Kjalarnesi.

Þetta hangir jú allt saman.

Sigurbjörn Sveinsson, 10.3.2011 kl. 14:28

2 identicon

Þegar Jóhanna Sigurðardóttir bað þjóðina að mæta ekki á kjörstað í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave ll, var hún ekki að blanda saman ríkisstjórninni og Icesave?

Snjómokstur á Kjalarnesi væri kannski verðug verkefni fyrir þessa ríkisstjórn. Þá yrði byrjað með því að stofna rannsóknarnefnd sem færi yfir snjóálag síðustu 20 árin og síðan lægi niðurstaða fyrir eftir ca 12 mánuði sem væri að fyrst yrðu heimamenn að leysa sinn þátt í vandamálinu áður en ríkið gæti komið að því auk þess sem þessi ríkisstjórn beri enga ábyrgð á veðurbreytingum á norðuhveli jarðar.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 14:46

3 identicon

þetta er mjög gott og nauðsynlegt framtak  Jú auðvitað er Rikisstjórn ,Icesave ruglið og ESB allt einn pakki  Icesave er aðgömgumiði að ESB það vita allir sem vilja ! Sameinig skóla og skortur á snjómokstri og öðru sem tilheyrir þjónustu Er nú kanski vegna þess að allir peningar renna i vasa AUÐVALDSINS  ,en ekki til þess sem kallast almenningur i þessu landi ...eða hvað ???  Er það ekki einmitt það sem fólk þarf að gera ser grein fyrir að við að samþykkja Icesave þá lækkar enn meir þjónustustuðullinn allur ?

ransý (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 15:00

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég sé ekki hvaða hvata menn gætu haft fyrir því að styðja Icesave aðra en að greiða leið ríkisstjórnarinnar í hennar pólitísku erfiðleikum og vegferð að ESB-aðild. Varla er mönnum svona annt um breska og hollenska innistæðueigendur og vilja fyrir alla muni bæta þeim upp sínar áhættufjárfestingar, sama hvað líður fjárhagslegri heilsu íslenskra skattgreiðenda?

Og varla eru menn hræddari við að Íslendingar verði dregnir fyrir dóm en að þeir einfaldlega verði það ekki?

Geir Ágústsson, 10.3.2011 kl. 15:24

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Íslendimgar eru skilamenn og vilja fremur leysa ágreining við nágranna sína og viðskiptaþjóðir með sátt en fyrir dómi. Fleira hangir þarna á spýtunni, en þessi rök duga ein til þess að mæla með samþykkt ICESAVE.

Sigurbjörn Sveinsson, 10.3.2011 kl. 15:37

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er munur á að leysa ágreining með samkomulagi, og að kasta frá sér öllu í nafni samningsvilja.

Svo nei, þessi rök ein og sér duga skammt. 

Geir Ágústsson, 10.3.2011 kl. 16:01

7 identicon

ég er líka á móti æseif.

gisli (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 16:31

8 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Varla er mönnum svona annt um breska og hollenska innistæðueigendur

Þetta er ekki alveg rétt, eftir því sem ég best veit er búið að greiða öllum innistæðueigendum lágmarks tryggingu, við það fengu 97%+ allt sitt endurgreitt, deilan er við ríkisstjórnir þessara landa.

Íslendimgar eru skilamenn og vilja fremur leysa ágreining við nágranna sína og viðskiptaþjóðir með sátt en fyrir dómi.

Hvað er að því að leysa ágreining fyrir dómi? ef það er ágreiningur um eitthvað og það er leyst fyrir þómi þá þarf það ekkert endilega að vera vont mál, þá er búið að fá það á hreint hvernig landið liggur.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 10.3.2011 kl. 17:05

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þarna mun lygaáróðurinn og öfgaskoðaninar koma fram. Það mun ekki nokkur maður taka mark á þessum samtökum....

Sleggjan og Hvellurinn, 10.3.2011 kl. 17:57

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessi samtök eru allavega ekki að fara að sannfæra neinn sem er annaðhvort með samningum eða óákveðin... þetta eru fín samtök fyrir fólk sem eru hart á móti samningum vegna þjóðrembingi og þetta er vettvangur fyrir þetta lið til að tala saman.... en venjulegt fólk tekur ekki mark á þessu.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.3.2011 kl. 17:58

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Stjórnvöld "upplýsa" um Icesave undir fölskum fána hlutleysis.

Hér eru komin samtök fólks sem þekkir til málsins og hefur þá afstöðu að Icesave-klafinn dragi íslensku þjóðarskútuna enn nær hafsbotni gjaldþrots, fyrir utan að vera óréttmæt og pólitísk krafa sem styðst ekki við lagaheimildir.

Ég er miklu hlynntari því að menn komi hreinskilningslega fram með afstöðu sína í stað þess að dulbúa hana sem "hlutlausa". 

Geir Ágústsson, 10.3.2011 kl. 19:56

12 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þarna mun lygaáróðurinn og öfgaskoðaninar koma fram.

Þetta er það sem er að gerast í flestum fjölmiðlum á landinu (Rúv, Eyjan, Fréttablaðið, DV, Stöð2 og fleiri), þetta eru ekkert nema öfgaskoðanir og lygaáróður og það hefur sannast á þessa miðla og það fólk sem fer hamförum í þeim (hver man ekki eftir Icesave 1 og Icesave 2 og dómsdagsspám sem áttu að fylgja höfnun á þeim samningum), væri ekki málið að gefa þessum nýju samtökum séns áður en þú hreytir fram svona öfgaskoðunum um þá?

 þetta eru fín samtök fyrir fólk sem eru hart á móti samningum vegna þjóðrembingi

Það væri áhugavert að heyra þína skilgreiningu á þjóðrembingi!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 10.3.2011 kl. 21:54

13 identicon

Sæll.

Ég hef lengi verið á því að við eigum að semja við Breta og Hollendinga vegna þess að við berum að hluta til ábyrgðina á því hvernig fór en ef þessar þjóðir ætla sífellt að rétta okkur alveg vonlausa samninga fer maður að spyrja sig hvort samningaleiðin sé í raun fær? Við ættum hins vegar að geta samið við þessar þjóðir úr mjög sterkri stöðu vegna þess að allur réttur er okkar megin en samt hafa samningarnir klúðrast - kannski vegna þess að nýlenduveldin vita hve linir menn eru hér.

Hvenær ætlar Landsvirkun svo að reyna að leita eftir láni fyrir Búðarháls til annarra banka en Evrópska fjárfestingabankans? Hann er greinilega pólitískur. Það hafa verið rök fyrir Icesave III að samþykkt myndi opna fyrir lán á Búðarháls. LV ætti að leita til annarra banka, hvers vegna skyldu bankar, sem láta stjórnast af viðskiptasjónarmiðum, ekki lána í arðbæra framkvæmd með ríkisábyrgð?

Svo legg ég til að saminganefnd Íslands hætti hér með störfum og eftirláti öðrum að segja okkur hinum hvað samningurinn er frábær og að fabúlera um hvað fáist fyrir Landsbankann. Menn gefa ekki eigin samningi einkunn og umsögn.

Mikil þörf er á mótvægi við þennan gegndarlausa áróður sem dynur á fólki í fjölmiðlum. Hvernig er það annars, getur maður orðið blaðamaður fyrir það eitt að vera vinstri sinnaður? Það virkar svolítið þannig miðað við fréttaflutninginn :-)

Helgi (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband