Tréskóm hent í spunavélarnar

Um uppruna orðsins "sabotage" (skemmdarverk) segir á Wikipedia:

That it derives from the Netherlands in the 15th century when workers would throw their sabots (wooden shoes) into the wooden gears of the textile looms to break the cogs, fearing the automated machines would render the human workers obsolete.

Mörgum nútímamanninum finnst skrýtið að hugsa til þess að í upphafi iðnbyltingar hafi verkamenn kastað tréskóm sínum í spunavélarnar af ótta við að vera gerðir atvinnulausir og úreltir. Þeir héldu, ranglega, að úr því störf þeirra hyrfu úr spunaiðnaðinum þá væri ekkert annað fyrir þá að gera.

Á RÚV segir í frétt:

Stöðvarfjörður er einn þeirra staða sem fór illa út úr frjálsu framsali á kvóta. Togararnir fóru og frystihúsinu var lokað.

Hér er talað um að ákveðinn bær hafi farið "illa út úr" hagræðingu og breyttum aðferðum í útgerð. Þetta er rétt - störf voru lögð niður eða flutt þar sem þau gætu skapað fleiri verðmæti, og ein byggð fór "illa út úr" því. En fréttin ýtir samt undir þann almennan misskilning almennings að tilflutningar vegna hins "frjálsa framsals" á kvóta hafi valdið íslenskum byggðum miklum skaða sem ekki hafi komið neinu jákvæðu áleiðis. Skór hollensku verkamannanna eiga því að fá að dynja á íslenskum útgerðum svo þau hætti hagræðingaráformum sínum, allt í nafni "byggðastefnu" og "varðveislu starfa".

Höfum við ekkert lært?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

við höfum ekkert lært af kvótakerfinu.

Ég hef gögn undir höndum sem sýna að upprunaleg úthlutun var frekar ævintýraleg og tengd geðþótta embættismanna frekar en árangri og veiðireynslu.  Meira að segja veiðireynslan var í mörgum tilfellum óáreiðanleg.

Í einu tilfellinu hafði einn togari litla úthlutun, en eftir nokkrar úthlutanir sama vorið þá var þessi togari allt í einu kominn með sömu úthlutun og annar stór togari í plássinu.  Það var upp á kíló í öllum tegundum!  Svona getur ekki verið tilviljun.

Þess vegna er hægt að segja að byggðirnar séu að leggjast í eyði vegna handahófskennda vinnubragða embættismanna frekar en frjálsri samkeppni.

Lúðvík Júlíusson, 11.3.2011 kl. 17:53

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það kemur mér ekkert á óvart að "úthlutun" á vegum ríkisins sé umvafin allskyns misræmi og merkjum um "spillingu".

Þess vegna er svo mikilvægt að auka aðskilnað útgerðar og stjórnmála. Þróunin er því miður í hina áttina.

Geir Ágústsson, 12.3.2011 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband