Pissað í skóinn

Þegar stjórnmálamenn halda að þeir geti lagt aukaskatta á heilu greinarnar í nafni "auðlindagjalds" án þess að það hafi (neikvæðar) afleiðingar, þá skjátlast þeim.

Lesendur geta velt eftirfarandi fyrir sér (sjá nánar hér):

1) Hvort skyldi arðurinn af auðlindinni vaxa hraðar til langs tíma litið í höndum 100–200 einstaklinga úti í atvinnulífinu eða 63 atvinnustjórnmálamanna á þingi?

2) Ef eigendur auðlinda fá ekki að njóta arðsins af auðlindinni, þá er numinn burt sá hagur, sem þeir hafa af því, að hún beri sem mestan ávöxt til sem lengst tíma.

Sú goðsögn að til sé skattheimta án afleiðinga lifir enn góðu lífi. Auðlindagjöld hvers konar eru talin til skattheimtu án neikvæðra afleiðinga (eða svo gott sem). Sú trú stenst enga skoðun. 


mbl.is Gjald verði tekið fyrir nýtingu orkuauðlinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband