Sparnaðarhugmynd: Ekki afgreiða 'málið'

Í fjárlögum sem samþykkt voru í desember er ekki gert ráð fyrir neinum greiðslum vegna Icesave. Fjármálaráðuneytið segir að ástæðan sé sú að Alþingi sé ekki búið að afgreiða málið. Verði Icesave-samningarnir samþykktir á Alþingi þurfi að leita heimildar Alþingis að greiða það sem fellur á ríkissjóð.

Þetta er magnað mál. Ef Alþingi ákveður að steypa íslenska ríkinu í skuldir, þá skuldar íslenska ríkið fúlgur fjár. Ef Alþingi ákveður að sleppa því, þá falla engar skuldir á íslenska ríkið.

Mér dettur því í hug sparnaðaraðgerð fyrir ríkissjóð: Að Alþingi afgreiði ekkert mál og sleppi því þannig að skuldsetja ríkissjóð um tugi milljarða. 

Bretar og Hollendingar: "Kæru Íslendingar, má bjóða ykkur að skulda tugi milljarða?"

Íslendingar: "Nei takk."

Case closed.


mbl.is Greiða þarf 26,1 milljarð vegna Icesave í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ef Alþingi ákveður að sleppa því, þá falla engar skuldir á íslenska ríkið."

Vandamálið er bara að þetta er langt frá því að vera gefið. Ef alþingi hafnar þessum samning þá fer þetta fyrir dóm. Það hefur margoft komið fram af mjög færum lögfræðingum víða um heim að úrslitin séu langt frá því vís og margir hallast að því að dæmt verði gegn Íslandi. Fari málið svo getur þessi skuld margfaldast.

Gunnar (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 20:20

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Betra er að skulda tugi milljarða en leita réttar síns fyrir dómstólum, eða hvað?

Réttarstaða Breta og Hollendinga er verri en okkar (að mati Breta og Hollendinga) og þess vegna hafa Bretar og Hollendingar ekki dregið Íslendinga fyrir dómara þrátt fyrir margra missera "tafir" af hálfu Íslendinga. Það mætti gjarnan hafa í huga. 

Geir Ágústsson, 13.1.2011 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband