Áróðurinn endurtekinn

Friðrik Már Baldursson, prófessor, sérfræðingur og dómsdagsspámaður, er óþreytandi í Icesave-áróðri sínum. Núna hefur hann að vísu dregið fyrri yfirlýsingar um "greiðslufall ríkisins" til baka en alltaf skal samt vitnað í hann og hans "rök" fyrir því að Íslendingar kyngi kröfum Breta og Hollendinga af því það skapar ESB-sinnum aukið pólitískt svigrúm.

Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa fengið stór lán á erlendum mörkuðum undanfarin misseri þótt "Icesave-deilan" svokallaða sé ennþá "óleyst" (lesist: Íslendingar ennþá ekki byrjaðir að greiða þótt þess sé krafist). Undantekningin er einna helst Landsvirkjun sem sækist eftir risastóru láni frá hápólitískum fjárfestingabanka Evrópusambandsins. Kemur á óvart að í stjórn þess banka sitji Bretar og Hollendingar sem beita pólitískum þrýstingi? Nei. Á það að vera nóg til að Íslendingar lyppist niður og greiði hvað sem hver segir? Nei.

Það er kominn tími til að hætta að endurbirta skrif Friðriks Þórs Baldurssonar þótt þau birtist stundum á erlendum vefsíðum.


mbl.is Ekki sami þrýstingur á lausn Icesave og áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ef blaðamenn hér væru sæmilega öflugir myndu þeir ekki taka þennan mann tali vegna þess hve hrikalega vitleysu hann sagði, sama má segja um kollega hans í HÍ.

Svo er nú annað sem mér finnst svolítið einkennilegt við þessa herramenn: Þeir hafa sagt opinberlega ákveðna hluti sem sérfræðingar en síðan hefur komið í ljós að þeir höfðu algerlega rangt fyrir sér, ekki einu sinni brot af því sem þeir sögðu rættist. Samt virðast þeir ekki ætla að líta í eigin barm og segja sem svo við sjálfa sig að fyrst þeir hafi gert svona hrikalega í buxurnar opinberlega ættu þeir kannski að hætta að kynna sín sérfræðiálit opinberlega.

Helgi (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 21:15

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér sýnist þessi Friðrik vera í sömu deild og Stefán Ólafsson, prófessor. Þeir spá og fullyrða alveg hiklaust og hafa sem hæst um það (skrifa jafnvel bækur um skoðanir sínar). Síðan kemur í ljós að ekkert af því sem þeir spá rætist. Þeir biðjast þá ekki afsökunar eða reyna að útskýra hvað fór úrskeiðis, heldur koma með nýja speki í dagsljósið og spá sem aldrei fyrr.

Blaðamenn? Þeir spurja einskis. 

Geir Ágústsson, 16.1.2011 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband