Auðvelt að eyða, erfitt að greiða

Vandræði Grikkja og Íra og Íslendinga og bráðum Bandaríkjanna og mun fleiri með skuldir sínar eru bara toppurinn á ísjakanum. Í nánast öllum ríkjum heims er hið opinbera rekið með miklum halla sem þarf að fjármagna með lántökum eða seðlaprentun, eða hvoru tveggja.

Þau ríki sem átta sig á því hvað botnlaus og skuldsett neysla í mörg ár þýðir eru byrjuð að taka fast í taumana. Þetta eru ekki mörg ríki, a.m.k. ekki í OECD, en þó einhver. Suður-Kórea, Sviss, Noregur, Svíþjóð, Þýskaland og fleiri ríki eru rekin með afgangi eða hafa markvissan ásetning um að stöðva skuldasöfnun fljótlega.

Þau ríki sem stöðva skuldasöfnun, safna fé og einbeita sér að því að framleiða verðmæti (en ekki bara pappírspeninga) munu erfa heiminn. Þau munu eiga fjármagn til að fjárfesta í framleiðslutækjum framtíðarinnar. Hin, sem safna skuldum og ætla sér að gera það um ókomin ár, verða eftirbátar sem þurfa að reiða sig á framleiðslutæki fortíðar til að greiða vaxtavexti framtíðar. Stjórnvöld á Íslandi ætla sér að tryggja að þau örlög bíði Íslendinga. Það er hreinlega pólitískur ásetningur ríkisstjórnar Íslands að gera Íslendinga svo hvínandi skuldsetta og svo svíðandi háða opinberri framfærslu að þeir geti ekki annað en gert það sem hið opinbera skipar fyrir um.

Það er auðvelt að eyða lánsfé í neyslu og partý. En á endanum kemur að gjalddaga, og þá er erfitt að greiða skuldirnar. 


mbl.is Skuldir sliga evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Tek undir þetta.

Sumarliði Einar Daðason, 17.11.2010 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband