Ræður ESB því hvernig og hvenær Íslendingar gera upp hug sinn?

Ögmundur Jónasson stingur upp á því að nú-þegar-þekkt inngönguskilyrði í ESB verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu.

ESB "hafnar hugmyndum" Ögmundar um það. Skiljanlega. ESB er lítið hrifið af þjóðaratkvæðagreiðslum.

En hvers vegna að taka mark á mótbárum ESB? Ræður ESB því hvernig og hvenær Íslendingar gera upp hug sinn varðandi nú-þegar-þekkt inngönguskilyrði í ESB? Ef já, hvers vegna?

Ég veit að margir embættis- og stjórnmálamenn geta varla beðið eftir því að komast í vel launaðar skrifstofustöður hjá Sambandinu, og margir raunar nú þegar komnir í slíkar stöður sem "samningamenn" og "ráðgjafar" ESB í innlimunarferlinu öllu. En hvers á almenningur að gjalda? Á endalaust að reyna selja þá fölsku plötu að Íslendingar fái að "kjósa um aðild", að aðlögun lokinni?


mbl.is ESB hafnar hugmyndum Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það hlítur að vera hægt að segja af eða á um 2-3 atriði sem  eru lykilatriði um áframhaldandi viðræður um inngaungu. ef þeyr geta það ekki þá er nú ekki mikið á milli eyrnana á þeym. Þeyr vilja bara meyri tíma fyrir áróður. við höfum ekki efni á því að eiða peningum í svona blaður, þegarvelferðarkerfið er að hruni komið!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 16.11.2010 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband