Ríkissjóður er botnlaust svarthol

Sköttum má skipta í tvo hópa;

  • Skattar sem eru eyrnamerktir ákveðnum "verkefnum". Dæmi: Skattar á eldsneyti ætlaðir til að kosta vegakerfið, útvarpsgjaldið handa RÚV, hluti tryggingargjalds fyrirtækja til að fjármagna atvinnuleysisbætur og fæðingarorlof
  • Skattar sem renna í ríkissjóð án sérstakrar eyrnamerkingar. Dæmi: Tekjuskattar, virðisaukaskattar.

Útgjöldum ríkisins má líka skipta í tvo hópa;

  • Þau sem hafa sérstaka "tekjustofna" í formi ákveðinna skatta. Dæmi: Vegagerð, rekstur RÚV
  • Þau sem þarf að fjármagna með almennri skattheimtu án sérstakrar eyrnamerkingar. Dæmi: Nánast allt annað

Raunveruleikinn er svo þessi: Ríkið vasast í allskyns og allskonar sem kostar ógrynni fjár. Skatt"stofnar" renna allir beint ofan í botnlaust svarthol ríkissjóðs og er svo útdeilt aftur út eftir aðstæðum.

Með öðrum orðum: Allt tal um "eyrnamerkingar" á sköttum er þvaður. Ríkið eyðir því sem það vill, í það sem það vill, þegar það vill.

"Fréttir" eins og þessi, að "Hluti útvarpsgjalds rennur í ríkissjóð", eru engar fréttir í þeim skilningi um að eitthvað nýtt sé að ræða. Svona er þetta með alla "sértæka" skattheimtu. 

En læra menn af reynslunni? Ríkið skattleggur núna í nafni umhverfisins. "Grænir skattar" að norrænni fyrirmynd vella núna upp úr hugmyndapotti stjórnmálamanna, og þeim vitaskuld ætlað að fjármagna eitthvað "grænt" og umhverfisvænt. Raunin verður sú að þessir skattar verða eins og hver annar tekjustofn fyrir ríkið, sem það eyðir í hvað sem það vill (vaxtagreiðslur, flugferðir ESB-"samningamanna", nýja ráðherrabíla, tónlistarhús fyrir fámenna, ríkisstyrkta listaelítu). 

Almenningur er blekktur til að sætta sig við aukna skattheimtu "í nafni" einhvers málefnisins. Þegar á hólminn er komið hefur skattheimtan bara aukist, en málefnið jafnfjárvana og fyrir daga hinnar nýju skattheimtu.

Þannig er það. 

Ef menn vilja sundurliðað yfirlit yfir það hvað peningarnir renna í, þá mæli ég með því að menn versli í Bónus og biðji um kassakvittun. Ríkið veitir ekki slíka þjónustu, þótt sjálfsögð sé.


mbl.is Hluti útvarpsgjalds rennur í ríkissjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband