Túlkun á tölvuskjá

Þegar ég er í Danmörku vegna vinnu minnar er ég umkringdur Dönum og útlendingum af ýmsu þjóðerni. Enginn þeirra sér Ísland í eitthvað sérstaklega neikvæðu ljósi. Margir vorkenna Íslendingum en enginn lítur neikvæðum augum á íslenskan almenning. Þeim fækkar ekkert sem segja mér að þeir vilji mjög gjarnan ferðast til Íslands. Þeim fer jafnvel fjölgandi sem tala um það því hrun krónunnar freistar þeirra.

Mér sýnist umræddur Daniel Chartier ekki vera í tengslum við raunveruleikann. Ég held að hann hafi lesið of mikið af greinum eftir hina ýmsu "sérfræðinga" á netinu og skrifað bók út frá upplifun sinni af þeim. 

Útlendingar hafa mestar áhyggjur af eldgosi á Íslandi.

Íslendingar geta rólegir hunsað þessa bók um tapað sakleysi Íslands. 


mbl.is Ímynd Íslands í molum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert voðalega týpískur íslendingur. Auðvitað veist þú betur heldur en einhver prófessor við háskóla í Kanada.

Skapti (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 15:32

2 identicon

Sammála þér Geir, ég ferðast talsvert og kannast ekki við þessa neikvæðu sýn. Flestir vita núna hvar Ísland er og það er bara gott.

Skapti, við hverja hefur þú verið að tala?

Björn (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 16:42

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það er að mörgu leyti rétt hjá þér Geir að samúðin er til staðar, sérstaklega á norðurlöndum, en samt er ég hræddur um að Chartier, hafi rétt fyrir sér hvað varðar trúverðugleika landsins (ekki almennings) varðandi heiðarleika og stöðugleika í viðskiftum að ekki sé minnst á umhverfismál, vegna þess að að við þessa gífurlegu athygli umheims á landinu sem hrunið olli, kom eitt og annað í ljós sem lá í "skúmaskotum" áður.

Við þessu er svo sem ekkert að gera, Chartier þénar líklega vel á bók sinni og við hin reynum bara að bæta álitið sem best við getum með því að setja okkur sem mest og best inn í málin og upplýsa alla erlenda sem við hittum um hvernig þessu er farið.

MBKV að utan en með hugann heima

KH

Kristján Hilmarsson, 7.11.2010 kl. 19:17

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér sýnist skaðað orðspor Íslands fyrst og fremst koma fram í andstöðu stjórnvalda við erlenda fjárfestingu. Hvað eru þau núna orðin mörg tilfellin þar sem hópur fjárfesta, innlendra og erlendra, bankar að dyrum á Íslandi með ákveðna fjárfestingu í huga, en fá ekkert svar eða svörin "við ætlum að senda málið í nefnd þar til það sofnar?"

Á Íslandi sem og annars staðar gerðist ýmislegt í bóluumhverfi sem gerir menn í dag tortryggnari á t.d. bankakerfið. Það er hollt. Bönkum á ekki að treysta betur en öðrum fyrirtækjum. En að halda að menn stimpli slíkt sem eitthvað sérstaklega íslenskt er fásinna.

Eða eru allir bandarískir kaupsýslumenn kenndir við Bernie Madoff?

Geir Ágústsson, 8.11.2010 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband