...og margt 'unnið' þarf að draga til baka

Seðlabanki Íslands virðist ekki ætla að læra neitt af allsherjarhruni hins alþjóðalega fjármálakerfis. Hann fellur ennþá fyrir skuggamyndum "þjóðarframleiðslu" og annarrar tölfræði sem í raun mælir ekkert annað en neyslu, hvort sem hún er vegna verðmætasköpunar, skuldsetningar eða peningaprentunar.

Á Íslandi hefur margt verið "unnið" síðasta áratuginn eða svo. Ríkisvaldið hefur belgt sig út og eftir hrunið tekið yfir fleiri og fleiri svið hagkerfisins. Núna safnar ríkið skuldum á undraverðum hraða og brennir á bál hallareksturs og áframhaldandi rekstur útþanins ríkisvalds. Með því að taka gríðarleg neyslulán og dæla þeim út í hagkerfið, þá "mælist" hagvöxtur.

Hagfræðingar vita alveg að fleiri kreditkort í eigin veski þýða ekki aukinn kaupmáttur. Um leið og þeir mæta til vinnu gleyma þeir þessu hins vegar alveg, og framleiða skýrslur sem segja að fleiri kreditkort séu til merkis um batnandi hag hagkerfisins.

Hvað fór úrskeiðis í þeirra námskeiði í heimilisbókhaldi?


mbl.is Enn margt óunnið í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband