Útgjaldahugmyndavefurinn 'Betri Reykjavík'

Svo virðist sem Besti flokkurinn ætli í sæng með Samfylkingunni. Verði honum að góðu. Vonandi gera flokksmenn Besta flokksins sér grein fyrir því að verri bólfélagi finnst varla í íslenskri pólitík (fyrir utan Kristin H. Gunnarsson, flokkahoppara).

Vefurinn 'Betri Reykjavík' hefur verið stofnaður til að sníða hugmyndafræðistakk utan um hina nýju borgarstjórn. Á honum er að finna óteljandi útgjaldatillögur sem munu kreista seinasta blóðdropann út úr reykvískum útsvarsgreiðendum. Það hefur aldrei verið auðveldara að vera útgjaldasjúkur vinstrimaður á Íslandi.

Til gamans má segja frá því að ég er búinn að leggja fram þrjár hugmyndir á 'Betri Reykjavík' vefnum sem í þessum skrifuðu orðum hafa hlotið eftirfarandi viðbrögð:

Af þessu dreg ég þá ályktun að allir vilji eyða, en enginn vill fjármagna eyðsluna. Fólk vill bæði borða kökuna og eiga hana á sama tíma.

Er það oftúlkun?


mbl.is Leynifundir boðaðir næstu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig færðu það út af þessum niðurstöðum að allir vilji eyða?

Tónlistarhúsið var bull til að byrja með, en nú er einfaldlega of seint í rassinn gripið. Það kæmi mér meira að segja ekkert á óvart að það myndi kosta meiri pening að fella og fjarlægja húsið heldur en það kostar að klára það.

Svo sé ég ekki betur en að sparnaðartillagan þín sé að fá meðbyr, og eyðslutillagan mótbyr.

Mbkv,

Atli

Atli Freyr Friðbjörnsson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 13:28

2 identicon

Sé það sama og Atli.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 13:40

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Atli,

Að hluta já. En bara mjög litlum.

Hvað kostar að hylja tónlistarhúsið með segldúk, senda 100 kínverska glerskurðarmenn aftur til Kína, setja auglýsingu í dagblöðin um að kubbaldið sé til sölu og skrúfa fyrir tékkheftið?

Segjum sem svo að eigir einbýlishús og hefðir verið á fullu að byggja rándýran trépall með heitapotti og tilheyrandi í garðinum þínum þegar þú allt í einu missir vinnuna, allar skuldir þínar tvöfaldast og bæturnar hrökkva varla fyrir mat. Heldur þú áfram að byggja veröndina því það er "of seint" að hætta við, eða of dýrt að þekja hálfsmíðina með plasti?

Geir Ágústsson, 1.6.2010 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband